Skiptingar Klopp gerðu gæfu­muninn | Liver­pool jafnaði fé­lags­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp faðmar Jota að leik loknum.
Klopp faðmar Jota að leik loknum. Peter Powell/Getty Images

Varamaðurinn Diego Jota var hetja Liverpool er liðið vann nauman 2-1 sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með því jafnaði Liverpool félagsmet yfir flesta heimaleiki án taps á heimavelli. Alls eru leikirnir orðnir 63 talsins.

Lærisveinar David Moyes í West Ham United heimsóttu Anfield er liðið mætti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fór það svo að Liverpool vann leikinn 2-1.

Pablo Fornais kom gestunum óvænt yfir strax á 10. mínútu leiksins en Mohamed Salah jafnaði metin úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Salah fann fyrir snertingu, fór niður í teignum og vítaspyrna dæmd sem hann skoraði sjálfur úr og staðan 1-1 í hálfleik.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, gerði tvöfalda skiptingu á 70. mínútu. Hann setti þá Diego Jota og Xerdan Shaqiri inn fyrir Roberto Firmino og Curtis Jones.

Aðeins átta mínútum síðar setti Jota boltann í netið en aukaspyrna var dæmd í aðdraganda marksins. Það var svo á 85. mínútu sem Jota skoraði eftir sendingu frá Shaqiri og reyndist það sigurmark leiksins. 

Lokatölur 2-1 á Anfield og Liverpool komið með þriggja stiga forystu á Everton á toppi deildarinnar. Síðarnefnda liðið á þó leik til góða. West Ham eru í 13. sæti með átta stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira