Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 17:43 Í sjálfu sér er það rétt að blönduð hjónabönd þykja ekkert tiltökumál í Senegal, en að því gefnu að karlinn sé múslimi og konan kristin. Sé það öfugt breytir það stöðunni svo um munar og þannig háttar til með hjónaband þeirra Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf sem hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár visir/sigurjón Sindri Guðjónsson þýðandi, sem meðal annars hefur starfað við þýðingar í málefnum innflytjenda og hælisleitenda og þekkir vel til, segir skelfilegs misskilnings gæta í dómi Landsréttar þar sem fjölskyldunni var synjað um dvalarvistarleyfi. „Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fólksins frá Senegal sem sótti um alþjóðlega vernd sem er í fréttum. Það sem pirraði mig var það að í dómunum var talað um að „blönduð hjónabönd“ væru ekki sérstakt vandamál í Senegal, ólíkt því sem stefnendur héldu fram. Það er alveg rétt að blönduð hjónabönd eru í sjálfu sér ekki vandamál í Senegal ein og sér. Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Hérðasdóms Reykjavíkur í máli...Posted by Sindri Guðjónsson on Laugardagur, 31. október 2020 Vandamálið er að konan er múslimi og karlinn er kristinn. Karlar sem eru múslimar mega giftast kristnum konum eins og ekkert sé. Konur sem eru múslimar verða hins vegar að giftast múslimum,“ segir Sindri í pistli sem hann birtist á Facebook-síðu sinni. Fréttastofa ræddi stuttlega við Sindra en hann vísaði til pistils síns. Þar komi fram það sem hann vildi sagt hafa um málið. Yfirsést kynjamisréttið Í dómnum er sem sagt ekki, að mati Sindra, litið til kynjamisréttis í Senegal sem breytir stöðunni svo um munar. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en eru frá Sénegal. Þau yfirgáfu heimaland sitt og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Sindri segir það til að mynda svo að hjónabönd kvenna sem eru múslimar og karla sem eru kristnir séu bönnuð í 20 af þeim 21 arabalöndum þar sem hann þekkir reglurnar. „Í sömu löndum mega hins vegar karlar sem eru múslimar giftast kristnum konum, og í sumum þeirra er það algengt. Í þessu felst mismunun gagnvart konum (sem geta ekki valið sér maka) annars vegar og gagnvart kristnum (sem hafa ekki leyfi til að ganga í hjónaband með konu sem er múslimi) hins vegar.“ Virðist sem dómararnir átti sig ekki á viðsnúningnum Þá segir Sindri að sér finnist sérlega ergilegt að þeir sem verða fyrir slíku geti ekki flúið þann veruleika. „Það er ekkert sem ég sé, hvorki í héraðsdómi né í dómi Landsréttar, sem gefur til kynna að dómarar átti sig á þeim mun sem er til staðar á blönduðum hjónaböndum þar sem karlinn er múslimi en konan er kristin, annars vegar, og hjónaböndum þar sem karlinn er kristinn og konan er múslimi hins vegar.“ Þeir sem lenda í síðarnefnda flokknum eru í erfiðri stöðu í Senegal en þar eru 96 prósent þjóðarinnar múslimar. „Umburðarlyndið gagnvart blönduðum hjónaböndum sem dómstólar segja að sé til staðar í Senegal á við um fyrrnefnda flokkinn, þar sem karlinn er múslimi.“ 17 þúsund hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en vinir fjölskyldunnar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Þar er því mótmælt að þeim skuli vísað af landi brott. Nú þegar þetta er skrifað hafa 16,891 skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist, með vísan í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. „Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin. Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.“ „Það liggur ekki fyrir,“ segir Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar spurð um hvenær til stendur að vísa þeim af landi brott. „Ekki komin dagsetning á það. Það liggur fyrir hjá kærunefnd útlendingamála. Þar er beiðni um endurupptöku. Það er á brattann að sækja í svona málum eins og sjá má.“ Hælisleitendur Senegal Félagsmál Trúmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Sindri Guðjónsson þýðandi, sem meðal annars hefur starfað við þýðingar í málefnum innflytjenda og hælisleitenda og þekkir vel til, segir skelfilegs misskilnings gæta í dómi Landsréttar þar sem fjölskyldunni var synjað um dvalarvistarleyfi. „Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fólksins frá Senegal sem sótti um alþjóðlega vernd sem er í fréttum. Það sem pirraði mig var það að í dómunum var talað um að „blönduð hjónabönd“ væru ekki sérstakt vandamál í Senegal, ólíkt því sem stefnendur héldu fram. Það er alveg rétt að blönduð hjónabönd eru í sjálfu sér ekki vandamál í Senegal ein og sér. Ég varð afskaplega argur rétt í þessu eftir að hafa lokið lestri á dómi Landréttar og Hérðasdóms Reykjavíkur í máli...Posted by Sindri Guðjónsson on Laugardagur, 31. október 2020 Vandamálið er að konan er múslimi og karlinn er kristinn. Karlar sem eru múslimar mega giftast kristnum konum eins og ekkert sé. Konur sem eru múslimar verða hins vegar að giftast múslimum,“ segir Sindri í pistli sem hann birtist á Facebook-síðu sinni. Fréttastofa ræddi stuttlega við Sindra en hann vísaði til pistils síns. Þar komi fram það sem hann vildi sagt hafa um málið. Yfirsést kynjamisréttið Í dómnum er sem sagt ekki, að mati Sindra, litið til kynjamisréttis í Senegal sem breytir stöðunni svo um munar. Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en eru frá Sénegal. Þau yfirgáfu heimaland sitt og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Sindri segir það til að mynda svo að hjónabönd kvenna sem eru múslimar og karla sem eru kristnir séu bönnuð í 20 af þeim 21 arabalöndum þar sem hann þekkir reglurnar. „Í sömu löndum mega hins vegar karlar sem eru múslimar giftast kristnum konum, og í sumum þeirra er það algengt. Í þessu felst mismunun gagnvart konum (sem geta ekki valið sér maka) annars vegar og gagnvart kristnum (sem hafa ekki leyfi til að ganga í hjónaband með konu sem er múslimi) hins vegar.“ Virðist sem dómararnir átti sig ekki á viðsnúningnum Þá segir Sindri að sér finnist sérlega ergilegt að þeir sem verða fyrir slíku geti ekki flúið þann veruleika. „Það er ekkert sem ég sé, hvorki í héraðsdómi né í dómi Landsréttar, sem gefur til kynna að dómarar átti sig á þeim mun sem er til staðar á blönduðum hjónaböndum þar sem karlinn er múslimi en konan er kristin, annars vegar, og hjónaböndum þar sem karlinn er kristinn og konan er múslimi hins vegar.“ Þeir sem lenda í síðarnefnda flokknum eru í erfiðri stöðu í Senegal en þar eru 96 prósent þjóðarinnar múslimar. „Umburðarlyndið gagnvart blönduðum hjónaböndum sem dómstólar segja að sé til staðar í Senegal á við um fyrrnefnda flokkinn, þar sem karlinn er múslimi.“ 17 þúsund hafa skrifað undir stuðningsyfirlýsingu Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en vinir fjölskyldunnar hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun til stuðnings fjölskyldunni. Þar er því mótmælt að þeim skuli vísað af landi brott. Nú þegar þetta er skrifað hafa 16,891 skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist, með vísan í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að þeim Regine Martha og Elodie Marie ásamt foreldrum sínum þeim Bassirou og Mahe verði ekki vísað úr landi út í óvissuna. „Þær eru 3 og 6 ára og eru fæddar hér og þekkja ekki neitt annað. Það myndi valda þeim óbærilegum skaða að rífa þær upp úr sínu umhverfi og senda til ókunnugs lands þar sem þeim er hætta búin. Nú verður að skora á stjórnvöld að veita þeim dvalarleyfi á Íslandi. Það verður að brýna stjórnvöld til að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við slíkar ákvarðanir.“ „Það liggur ekki fyrir,“ segir Elín Árnadóttir lögmaður fjölskyldunnar spurð um hvenær til stendur að vísa þeim af landi brott. „Ekki komin dagsetning á það. Það liggur fyrir hjá kærunefnd útlendingamála. Þar er beiðni um endurupptöku. Það er á brattann að sækja í svona málum eins og sjá má.“
Hælisleitendur Senegal Félagsmál Trúmál Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent