Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 08:39 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fór í sóttkví í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Guðni fór í sóttkví síðdegis í gær eftir að starfsmaður á Bessastöðum greindist með kórónuveiruna. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði forsetinn að starfsmaðurinn hefði blessunarlega verið með mjög væg einkenni og sú væri ennþá staðan eftir því sem hann best vissi. Nokkrir fleiri starfsmenn á Bessastöðum þurftu að fara í sóttkví vegna smitsins en Guðni er sá eini í fjölskyldunni sinni sem þurfti í sóttkví. „Ég var rekinn niður í kjallara,“ sagði Guðni léttur í bragði og bætti við að það færi vel um sig og að það væri vel hugsað um hann. „Og ég tek undir þau orð sem aðrir hafa látið falla um fagmennsku þeirra sem stjórna þessu öllu saman. Allar upplýsingar er skýrar og skilmerkilegar og nú er bara ekkert að gera annað en að þreyja þorrann en ekki kvarta ég,“ sagði Guðni. Hann sagðist vera alveg frískur og ekki finna fyrir neinum einkennum. Hann ætlar að skella sér í góðan hlaupatúr á Bessastaðanesinu í dag. Guðni sagðist taka undir það sem þríeykið hefur til dæmis sagt um að aukin farsóttarþreyta sé komin í þjóðina. „Það er skiljanlegt. Sömuleiðis má ákall um samstöðu ekki leiða til þess að við slökkvum á öllum stöðvum heilans sem kalla á gagnrýna hugsun og spurningum það myndi bara gera illt verra. En eitt af því síðasta sem ég gerði áður en ég fór í sóttkvína var að fara hérna út í Álftanesskóla og sækja eitt barnið. Ég náði þá í öruggri fjarlægð að tala við einn skólaliðann á lóðinni og við vorum að spjalla saman um þetta og hún sagði sem satt var: Við höfum ekkert val. Hvort er betra að ráðast í gegnum þetta á sameiningarkraftinum og þolgæðinu eða verða reiður, fúll og hluti af vandanum frekar en að vera í sigurliðinu ef svo má segja,“ sagði Guðni. Í lok viðtalsins var hann spurður hvort hann væri að fylgjast með bandarísku forsetakosningunum. Hann játaði því og sagði þær afar spennandi og hnífjafnar að því er virtist. „En maður vonar að úrslitin, hver sem þau verða, leiði ekki til einhvers konar reiðiöldu sem gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér en nú fylgjumst við bara með og bíðum þess að úrslit liggi fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira