Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum.
Ragnar hefur ekki leikið með FCK síðan í landsleikjahléinu en hann fór meiddur af velli gegn Danmörku í Þjóðadeildinni.
Á heimasíðu FCK kemur hins vegar fram að Ragnar, ásamt þeim Andreas Bjelland og Pep Biel, muni byrja að æfa með liðinu í þessari viku.
Þá verður að teljast líklegt að hann verði í íslenska leikmannahópnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum þann 12. nóvember en hópurinn verður tilkynntur á föstudaginn.
Ragnar hefur fengið nýjan þjálfara hjá FCK en eftir að Ståle Solbakken fékk reisupassann er Jess Thorup, fyrrum þjálfari Genk og Gent í Belgíu, tekinn við liðinu.
Jess Thorup har udtaget sin første FCK-trup til onsdagens Sydbank Pokalkamp mod Avarta #fcklive #avafck #sydbankpokalen https://t.co/mxUono68aX
— F.C. København (@FCKobenhavn) November 3, 2020