Stoðar ekki að fullyrða eingöngu um kosningasvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 22:04 Hannes Hólmsteinn Gissurarson (t.h.) telur viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Samsett/GEtty/Stefán Óli Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði telur að velgengni Trumps í fjármálum og ástum eigi þátt í því að honum vegnaði betur í forsetakosningunum en kannanir spáðu fyrir um. Trump sé maður sem marga langi til að vera. Þá telur Hannes viðbrögð forsetans við niðurstöðum kosninganna óskynsamleg. Hannes ræddi stöðu kosninganna í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann taldi margar skýringar á því af hverju Trump hefði vegnað betur í kosningunum en skoðanakannanir vestanhafs sögðu til um í aðdragandanum. „Ein er auðvitað að skálkurinn í leikritinu er alltaf sá sem er mest spennandi. Mefistófeles í Faust, til dæmis. Annað er að Trump kemur dálítið eins og utangarðsmaður í stjórnmálabaráttuna í Bandaríkjunum og þar, eins og annars staðar, finnst mönnum sem stjórnmálamenn séu alltof mikið gefnir fyrir málamiðlanir en hann hefur verið í því að höggva á hnúta,“ sagði Hannes. Meginskýringarnar lægju þó einkum í því sem Trump hafði áorkað áður en hann varð forseti. „Hann er það sem marga langar til að vera. Hann er milljarðamæringur sem á fallega konu, er í sjónvarpsþáttum og svo framvegis, og hann segir það sem marga langar til að segja. Hann segir til dæmis fréttamönnum til syndanna, hann ræðst á menn. Hann tekur þessa snobbuðu elítu sem er á austurströndinni til bæna. Þetta finnst fólki dálítið skemmtilegt. En auðvitað er Trump öðrum þræði óheflaður ruddi.“ Þá kvaðst Hannes þeirrar skoðunar að Trump væri ekki hægri maður heldur popúlisti. Hann hefði þó verið kröftugur í kosningabaráttunni – og hefði staðið sig vel sem forseti. Þannig hefði hann til dæmis lækkað skatta og ekki farið í stríð. „Það sem hann hefur sagt hefur verið miklu verra en það sem hann hefur gert,“ sagði Hannes. Biden dagfarsprúðari en Trump Þá taldi hann ólíklegt að Trump bjóði sig fram í forsetakosningunum eftir fjögur ár, líkt og haldið hefur verið á lofti undanfarna daga. Viðbrögð forsetans við niðurstöðu kosninganna sem nú blasir við, þ.e. sigri Joe Biden, taldi Hannes jafnframt ekki skynsamleg. „Það er að segja, ef það hafa verið einhver kosningasvik einhvers staðar á auðvitað að leiðrétta það. En þá verður auðvitað að leggja fram gögn um það. Það þýðir ekki eingöngu að fullyrða það,“ sagði Hannes. Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að framin hafi verið kosningasvik í lykilríkjum sem Biden hefur verið lýstur sigurvegari í, eða mun að öllum líkindum vinna. Framboði Trumps hefur hins vegar ekki tekist að færa neinar sönnur á slíkt. Og um Joe Biden, sem verður líklega næsti forseti Bandaríkjanna, hafði Hannes þetta að segja: „Biden verður rólegri og kurteisari maður, dagfarsprúðari heldur en Trump, en ég held það muni kveða heldur lítið að honum.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. 6. nóvember 2020 17:54
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59
Repúblikanaflokkurinn klofinn vegna ásakana Trump Nokkrir leiðtogar Repúblikanaflokksins á Bandaríkjaþingi tóku undir stoðlausar ásakanir Donalds Trump forseta um kosningasvik eftir ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Einn fyrrverandi forsetaframbjóðandi lýsti yfirlýsingum forsetans aftur á móti sem „hættulegum“. 6. nóvember 2020 11:52