Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2020 04:18 Biden og Harris þegar sá fyrrnefndi ávarpaði stuðningsmenn þeirra í Wilmington í Delaware í nótt. AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. „Lýðræðið virkar,“ sagði Biden í ræðu sinni skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar hann fullvissaði þjóðina um að hann myndi ekki leyfa neinum að koma í veg fyrir að gild atkvæði væru talin í kosningunum. Trump forseti hefur haldið fram stoðlausum ásökunum um kosningasvindl og krafist þess að hætt verði að telja sum atkvæði. Óvíst var hvort að ávarp Biden færi fram í ljósi þess að stóru sjónvarpsstöðvarnar hafa enn ekki lýst yfir sigurvegara í lykilríkjunum Pennsylvaníu, Georgíu, Arizona, Nevada og Norður-Karólínu. Biden er með forskot í talningu í þeim öllum nema Norður-Karólínu. Honum dugir að sigra í Pennsylvaníu. Hann lét þó slag standa og sagði að tölurnar segðu skýra og sannfærandi sögu þrátt fyrir að úrslitin væru ekki orðin endanleg. „Við vinnum þessar kosningar,“ fullyrti fyrrverandi varaforsetinn með Kamölu Harris, varaforsetaefni sitt, sér við hlið. Máli sínu til stuðnings vísaði Biden til forskotsins í lykilríkjunum og sagðist hann sannfærður um sigur þar. Stefnan væri tekin á fleiri en 300 kjörmenn og benti Biden á að klár meirihluti þjóðarinnar stæði að baki honum og Harris. Þau hafi nú fengið meira en 74 milljónir atkvæða, fleiri en nokkrir aðrir forsetaframbjóðendur í sögunni, meira en fjórum milljónum atkvæðum fleiri en Trump á landsvísu. "What's becoming clear each hour is that a record number of Americans of all races, faiths, religions chose change," Joe Biden says in Delaware address. "The people spoke, more than 74 million Americans, they spoke loudly for our ticket" pic.twitter.com/msNkmHOSGS— NBC News (@NBCNews) November 7, 2020 Lýðræðið og faraldurinn ofarlega á baugi Lýsti Biden skilningi á því að mörgum fyndist talningin ganga hægt en hún var fjórða degi á föstudag. „Gleymið aldrei, talningin er ekki bara tölur, hún táknar atkvæði og kjósendur, karla og konur sem nýttu sér grundvallarrétt sinn til að láta rödd sína heyrast,“ sagði Biden. https://twitter.com/ABC/status/1324923841056010240 Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni í Bandaríkjunum á fimmtudag, þriðja daginn í röð, fleiri en 120.000 manns á einum degi. Tala látinna stefnir nú hraðbyri í 240.000 manns frá upphafi faraldursins. Biden sagði þau Harris ekki sitja auðum höndum þó að úrslit kosninganna liggi ekki fyrir ennþá. Þau hafi fundað með lýðheilsusérfræðingum á föstudag. „Ég vil að allir viti að á degi eitt munum við hrinda áætlun okkar um að ná stjórn á þessari veiru í framkvæmd. Við getum ekki bjargað þeim lífum sem hafa glatast en við getum bjargað mörgum lífum á næstu mánuðum,“ sagði forsetaefnið og lýsti samúð sinni með fórnarlömbum faraldursins. Joe Biden on COVID-19: “I want everyone, everyone to know on day 1, we’re gonna put our plan to control this virus into action. We can’t save any of the lives lost...but we can save a lot of lives in the months ahead.” https://t.co/GwwRl4EUb3 #Election2020 pic.twitter.com/q4HkWFUOPx— ABC News (@ABC) November 7, 2020 Lauk Biden máli sínu á því að segja að hann vonaðist eftir að ræða við þjóðina aftur á laugardag. Útlit er fyrir að úrslit gætu ráðist í Pennsylvaníu þegar birtir af degi vestanhafs á laugardag og jafnvel öðrum lykilríkjum eins og Arizona og Nevada.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira