Innlent

Lög­reglan veitti þekktum brota­manni eftir­för

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Minnst tugur lögreglu- og sérsveitarbíla veittu manninum eftirför.
Minnst tugur lögreglu- og sérsveitarbíla veittu manninum eftirför. Vísir/Vilhelm

Lögreglan var kölluð út á sjötta tímanum í kvöld og þurfti hún að veita bílstjóra eftirför sem keyrði á miklum hraða frá Vesturlandsvegi og í gegn um borgina. Lögreglu tókst að stöðva ökumannin með því að keyra inn í hlið bíls hans við Þróttarheimilið í Laugardal.

Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu og sagði hann lungann af lögregluliðinu á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallað út vegna eftirfararinnar. Þá var sérsveitin einnig kölluð út.

Maðurinn var handtekinn fyrir utan Þróttarheimilið, en hann var einn í bílnum, og segir Jóhann hann þekktan brotamann. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×