Arnór kominn í sóttkví eftir að fyrirliðinn hans fékk kórónuveiruna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 08:01 Arnór Ingvi Traustason og Anders Christiansen, fyrirliði Malmo FF. Getty/Lars Dareberg Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er kominn í sóttkví innan við sólarhring áður en hann átti að koma til móts við íslenska landsliðið. Malmö FF liðið tryggði sér í gær sænska meistaratitilinn eftir 4-0 sigur á Sirius en titilinn er í húsi þrátt fyrir að þrjár umferðir séu óspilaðar. Malmö FF segir frá því á heimasíðu sinni að fyrirliði liðsins, Anders Christiansen, sé kominn með kórónuveiruna og öllum hátíðarhöldum liðsins hafi af þeim sökum verið frestað. Anders Christiansen testade positivt efter matchen mot Siriushttps://t.co/gSi6cLm1gq pic.twitter.com/WTnVTkX2gP— SportExpressen (@SportExpressen) November 8, 2020 Anders Christiansen spilaði allan leikinn í gær og fagnaði líka sigri með félögum sínum í leikslok. Hann fór einnig í fullt af viðtölum eftir leikinn. Malmö FF greinir frá því á heimasíðu að Christiansen hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum fyrir leik en eftir viðtölin þá fór Anders Christiansen aftur á móti að finna fyrir slappleika. Hann fór ekki með félögum sínum í liðsrútunni heldur hélt kyrru fyrir með læknum liðsins. „Anders fann ekki fyrir neinu fyrir leikinn. Hann lagði sig fram inn á vellinum, fagnaði eftir leikinn og kláraði sín viðtöl. Þegar adrenalínið hætti að flæða þá var hann orðinn slappur og kominn með magaverk. Þegar aðrir leikmenn fóru í burtu með liðsrútunni, þá var Anders eftir með liðslækni okkar. Hann tók skyndipróf og það var jákvætt,“ sagði Daniel Andersson, íþróttastjóri Malmö FF í samtali við heimasíðu félagsins. Anders Christiansen har testats positiv för covid-19. Efter firande och intervjuer kände lagkaptenen av symptom varpå han tog ett snabbtest som visade positivt resultat i provsvaret.— Malmö FF (@Malmo_FF) November 8, 2020 Malmö FF frestaði strax hátíðarkvöldverði sem átti að vera í tilefni meistaratitilsins. Þessi greining eins leikmanns Malmö FF sem hafði stuttu áður fagnað með félögum sínum þýðir líka að öllum viðburðum og æfingum Malmö FF er frestað í viku. Leikmenn liðsins þurfa líka að fara í sóttkví samkvæmt reglum sænska heilbrigðisembættisins og Sóttvarnarstofnuninni á Skjáni. Arnór Ingvi Traustason er einn af leikmönnum Malmö sem er kominn í sóttkví en hann átti að hitta landsliðshópinn í Augsburg í Þýskalandi í dag. Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest á fimmtudaginn. Godmorgon alla mästare! pic.twitter.com/3CH2e76wJF— Malmö FF (@Malmo_FF) November 9, 2020 Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Sænski boltinn EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira