Telur ólíklegt að hann haldi áfram starfi sínu hjá U21 landsliði Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. nóvember 2020 19:16 Eiður Smári hefur verið á hliðarlínunni hjá U21 árs landsliði Íslands síðan í ársbyrjun 2019. Vísir/Bára Eiður Smári Guðjohnsen ræddi stöðu sína hjá U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er aðstoðarþjálfari er Rikki G ræddi við hann fyrr í dag. Ræddu þeir gengi FH-liðsins í sumar eftir að Eiður tók við, þá staðreynd að hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning sem aðalþjálfari liðsins og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Ungverjalands um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Innslagið má sjá hér að neðan en fleiri bútar úr spjalli þeirra munu birtast hér á Vísi í kvöld sem og á morgun. „Erfiður tímapunktur núna. Við erum að fara inn í þessa viku – þar sem U21 spilar þrjá leiki sem leiða í ljós hvort liðið kemst á EM eður ei – og ég legg FH aðeins til hliðar, það er náttúrulega hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Eiður Smári um stöðuna í dag og hélt áfram. „Það er stórleikur hjá A-landsliðinu [gegn Ungverjum ytra um sæti á EM næsta sumar]. Það eru stórleikir hjá okkur í U21-liðinu þar sem – að ég tel – við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót, sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Ég ýti FH aðeins til hliðar, tekst á við þessa viku og klára þessa keppni þar sem það eru þrír leikir eftir hjá okkur. Svo getum við sest niður og tekið ákvörðun út frá því.“ „Eðlilegast er að ég muni ekki halda áfram með U21 landsliðið. Hugsanlega kemur upp önnur staða ef við förum á stórmót og það er hlé á deildinni hér, þá mætti endurskoða það en þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða og fara yfir,“ sagði Eiður Smári að lokum um stöðu sína hjá U21 landsliði Íslands en samningur hans þar rennur út í janúar næstkomandi. Klippa: Telur ólíklegt að hann haldi áfram með U21 Fótbolti Tengdar fréttir Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31 Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28 Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen ræddi stöðu sína hjá U21 árs landsliði Íslands þar sem hann er aðstoðarþjálfari er Rikki G ræddi við hann fyrr í dag. Ræddu þeir gengi FH-liðsins í sumar eftir að Eiður tók við, þá staðreynd að hann skrifaði nýverið undir tveggja ára samning sem aðalþjálfari liðsins og svo að sjálfsögðu landsleik Íslands og Ungverjalands um sæti á Evrópumótinu sem fram fer næsta sumar. Innslagið má sjá hér að neðan en fleiri bútar úr spjalli þeirra munu birtast hér á Vísi í kvöld sem og á morgun. „Erfiður tímapunktur núna. Við erum að fara inn í þessa viku – þar sem U21 spilar þrjá leiki sem leiða í ljós hvort liðið kemst á EM eður ei – og ég legg FH aðeins til hliðar, það er náttúrulega hlé á deildinni hér sem gerir mér það kleift að takast á við þessa viku sem er mjög spennandi hvað okkur varðar sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Eiður Smári um stöðuna í dag og hélt áfram. „Það er stórleikur hjá A-landsliðinu [gegn Ungverjum ytra um sæti á EM næsta sumar]. Það eru stórleikir hjá okkur í U21-liðinu þar sem – að ég tel – við eigum nokkuð góða möguleika á að komast á stórmót, sem væri í fyrsta sinn í langan tíma. Ég ýti FH aðeins til hliðar, tekst á við þessa viku og klára þessa keppni þar sem það eru þrír leikir eftir hjá okkur. Svo getum við sest niður og tekið ákvörðun út frá því.“ „Eðlilegast er að ég muni ekki halda áfram með U21 landsliðið. Hugsanlega kemur upp önnur staða ef við förum á stórmót og það er hlé á deildinni hér, þá mætti endurskoða það en þetta er eitthvað sem við eigum eftir að ræða og fara yfir,“ sagði Eiður Smári að lokum um stöðu sína hjá U21 landsliði Íslands en samningur hans þar rennur út í janúar næstkomandi. Klippa: Telur ólíklegt að hann haldi áfram með U21
Fótbolti Tengdar fréttir Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31 Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28 Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Flestir leikmenn frá FH í hópnum fyrir leikina mikilvægu hjá U21 landsliðsinu Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Ítalíu á Víkingsvelli á fimmtudaginn kemur í gríðar mikilvægum leik áður en það mætir Írlandi og Armeníu ytra. FH er það lið sem á flesta leikmenn í leikmannahópi landsliðsins að þessu sinni. 7. nóvember 2020 12:31
Mikael gaf ekki kost á sér í U21-landsliðið | Svona er hópurinn Það er nóg um að vera hjá íslenskum landsliðum í nóvember og það er ekki bara A-landslið karla sem er í eldlínunni á næstu dögum því einnig á U21-árs landsliðið mikilvæga leiki framundan. 6. nóvember 2020 17:28
Eiður Smári aðalþjálfari FH og Davíð aðstoðar Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið ráðinn aðalþjálfari FH til næstu tveggja ára. Logi Ólafsson hættir sem þjálfari en verður tæknilegur ráðgjafi. 6. nóvember 2020 15:32