„Ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:01 Arnar Þór Viðarsson segir að framundan séu tveir úrslitaleikir hjá U-21 árs landsliðinu. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Ítalíu á Víkingsvelli í undankeppni EM á morgun. Ísland, Ítalía, Svíþjóð og Írland berjast um að komast í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Ísland mætir svo Írlandi ytra á sunnudaginn. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins, er bjartsýnn fyrir leikina sem framundan eru. „Þetta leggst mjög vel í mig og drengina líka sem er það mikilvægasta í þessu. Ég held að það sé ekkert skemmtilegra en að spila svona leiki. Þegar við Eiður Smári [Guðjohnsen] settum þetta verkefni upp fyrir einu og hálfu ári þegar við tókum við vildum við fá sem flesta leiki með eitthvað undir. Því það er þessi reynsla sem er mjög mikilvæg þegar leikmenn eru að taka næstu skref. Þetta er spennandi verkefni og við hlökkum til,“ sagði Arnar í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í morgun. Ísland er í 4. sæti riðilsins með fimmtán stig, einu stigi á eftir Ítalíu sem er með sextán stig á toppnum. Írland og Svíþjóð eru með sextán og fimmtán stig í 2. og 3. sæti en hafa leikið einum leik fleira en Ísland og Ítalía. Efsta liðið kemst beint á EM og liðið í 2. sæti getur einnig komist þangað, sé það með betri árangur en lið í 2. sæti í fjórum af hinum átta undanriðlunum. Staðan í riðli Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða.ksi.is „Það er gaman og rosalega mikilvægt að það sé mikið í húfi. Það er ekki bara leikirnir heldur líka undirbúningurinn, smá stress og spenna og það er eitthvað undir. Sagan hefur sagt okkur það að margir í A-landsliðinu í dag byrjuðu sinn landsliðsferil með U-21 árs liðinu á EM í Danmörku fyrir nokkrum árum. Þetta er mikilvæg reynsla, ef það er hægt að ná inn á lokamót. Við lítum á þetta verkefni þannig að þetta séu ekki bara mikilvægir leikir heldur líka mikilvægt fyrir framtíðina,“ sagði Arnar. Ísland átti að mæta Armeníu í lokaleik sínum í undankeppninni á miðvikudaginn en áætlað var að hann færi fram á Kýpur. Í gær var leiknum hins vegar frestað og alls óvíst hvort hann fari fram. Arnari finnst það langlíklegast, að leikurinn gegn Armenum verði hreinlega blásinn af. Ísland vann 1-0 sigur á Svíþjóð í síðasta heimaleik sínum í undankeppninni.vísir/daníel „Þetta er ekkert í okkar höndum og við getum ekkert hugsað um það. Það mál liggur bara inni á borði hjá UEFA og ég hef enga trú á því að þessi leikur verði spilaður. Þetta er líka þannig að í sex liða riðlunum dettur árangurinn á móti neðsta liðinu út. Ég hef alla trú á því að Armenía verði dæmd úr keppni, verði neðst í okkar riðli og árangurinn gegn þeim verði þurrkaður út,“ sagði Arnar. Sama hvernig leikurinn á morgun fer verður alltaf mikið undir í leiknum gegn Írlandi í Dublin á sunnudaginn. „Hvað svo sem gerist á morgun eigum við leikinn í Írlandi eftir og hann verður líka úrslitaleikur. Það er þessi þægilega staða sem við erum í, að leikurinn á morgun er ekki síðasti úrslitaleikurinn. Við getum komist áfram þótt við töpum á morgun og vinnum í Írlandi eða öfugt. Þetta er bara mjög skemmtilegt verkefni og skemmtilegir dagar fyrir drengina,“ sagði Arnar að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Tengdar fréttir Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Leiknum við Armena frestað og óvíst hvort hann fari fram Óvissa ríkir um hvort lokaleikur íslenska U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM fari fram. 10. nóvember 2020 14:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti