Ísak spáir ekkert í framtíðina núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson leikur sinn þriðja leik með U-21 árs landsliðinu í dag. vísir/vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti