Ísak spáir ekkert í framtíðina núna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 10:01 Ísak Bergmann Jóhannesson leikur sinn þriðja leik með U-21 árs landsliðinu í dag. vísir/vilhelm Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson kveðst spenntur fyrir næstu leikjum U-21 árs landsliðsins í undankeppni EM. Mikið er undir í þeim en Íslendingar eiga fína möguleika á að komast í lokakeppni EM. Ísak hefur slegið í gegn með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og verður orðaður við stórlið í Evrópu. Þrátt fyrir það er hann með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Ísland mætir Ítalíu á Víkingsvelli í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM klukkan 13:15 í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Ítala. „Við byrjum á hörkuleik gegn Ítalíu. Við erum búnir að undirbúa okkur fyrir hann í hátt í tvo mánuði. Þetta verður skemmtilegt,“ sagði Ísak í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs landsliðsins í gær. Fara ekki leynt með markmiðið Hann segir að íslensku strákarnir setji stefnuna á að komast á EM sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. „Þetta hefur verið markmiðið hjá þessum hópi og við ætlum ekkert að fela það. Við ætlum okkur að vinna leikinn,“ sagði Ísak sem er nýkominn inn í U-21 árs landsliðið og leikur sinn þriðja leik með því í dag. „Þetta hefur verið frábært. Þetta eru góðir strákar og auðvelt að koma inn í hópinn,“ sagði Skagamaðurinn. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára hefur Ísak verið fastamaður hjá Norrköping á þessu tímabili. Frammistaða hans hefur vakið athygli og mikið hefur verið fjallað um áhuga stórliða eins og Juventus og Manchester United á honum. Það virðist samt trufla Ísak lítið. Einbeittur fyrir næstu leiki „Það gengur vel að halda sér á jörðinni. Ég einbeiti mér bara að þessum leikjum og að hjálpa okkur að komast á EM. Það er bara einn leikur í einu og við ætlum að byrja á að vinna Ítalíu,“ sagði Ísak. Hann vildi lítið ræða um framtíð sína, hvar hann spili á næsta tímabili. „Ég er ekkert að spá í því núna. Það eru bara þessir tveir leikir með U-21 árs liðinu og svo þrír leikir með Norrköping eftir. Ég ætla bara að klára þessi verkefni og svo sjáum við til,“ sagði Ísak að endingu. Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 13:15 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira