Liverpool þarf líklega atkvæði frá sex öðrum félögum til að fá titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool horfa mögulega fram á það að liðið missi af enska meistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Getty/Alex Livesey Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira