Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 11:36 Faraldurinn hefur verið í miklum vexti vestanhafs. Getty/Spencer Platt Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu Reuters. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir slíkt væri ef yfirvöld í landinu myndu breyta um stefnu og herða aðgerðir til muna. Sérfræðingar sem fréttastofan ræðir við eru á sama máli. Nauðsynlegt sé að samhæfa aðgerðir á landsvísu og fá aukna aðkomu ríkisstjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta, eða að ríkin sjálf ákveði að grípa til hertra aðgerða til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fari svo að útreikningarnir standist þýðir það að smitum fjölgi um 80 prósent og dauðsföllum um 29 prósent. Útreikningarnir eru til þess fallnir að meta framþróun faraldursins fram að embættistöku Joe Biden sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Sjálfur hefur hann sagst ætla að leggja ofuráherslu á að ráða niðurlögum faraldursins og gagnrýndi hann mjög aðgerðaleysi ríkisstjórnar sitjandi Bandaríkjaforseta. Kólnandi veður bætir gráu ofan á svart Þriðja bylgja faraldursins gengur nú yfir Bandaríkin og fer smitum ört fjölgandi. Alls hafa nú ellefu milljónir greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og fjöldi daglegra smita náð nýjum hæðum í þessari bylgju. Á fimmtudag greindust fleiri en 152 þúsund Bandaríkjamenn með veiruna og var það metfjöldi nýgreindra. Var það jafnframt sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met var slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi. Það met var aftur slegið í gær þegar 170.333 greindust. Sjúkrahúsinnlagnir vegna kórónuveirunnar hafa aldrei verið fleiri. Líkt og sjá má hefur daglegum smitum farið fjölgandi í hverri bylgju. Metfjöldi hefur greinst á hverjum degi undanfarna daga.Covid tracker Sérfræðingar óttast að veturinn og kólnandi veður muni gera faraldurinn erfiðari viðureignar og hafa meiri áhrif á daglegt líf fólks. „Faraldurinn mun verða verri en hann var í vor og verri en hann var fyrir hinn almenna Bandaríkjamann,“ segir Gregg Gonsalves, prófessor í faraldursfræði við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir Donald Trump og ríkisstjórnina geta gert mun betur. „Við gætum verið að finna út úr því hvernig við gætum veitt fólki stuðning til að halda sig heima frekar en að mæta til vinnu. Við gætum borgað þeim fyrir að vera heima, við gætum sent grímur á hvert einasta heimili.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Getty/Spencer Platt Trump sagður „áhugalaus“ Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum eftir ósigur í forsetakosningunum. Ráðgjafar hans hafa sagt hann sýna lítinn áhuga á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og þá staðreynd að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Að minnsta kosti fimm sem viðstaddir voru á kosningavöku forsetans hafa greinst með kórónuveirusmit, en hundruð manna komu saman á kosningavökunni og voru margir grímulausir. Góðar fréttir af þróun bóluefnis eru einnig sagðar hafa farið öfugt ofan í forsetann. Sakaði hann lyfjaframleiðandann Pfizer um að hafa vísvitandi beðið með að tilkynna um framfarir í þróuninni þar til eftir kjördag í samsæri gegn sér. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. 12. nóvember 2020 23:53 Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. 12. nóvember 2020 09:10 Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. nóvember 2020 07:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði samkvæmt útreikningum fréttastofu Reuters. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir slíkt væri ef yfirvöld í landinu myndu breyta um stefnu og herða aðgerðir til muna. Sérfræðingar sem fréttastofan ræðir við eru á sama máli. Nauðsynlegt sé að samhæfa aðgerðir á landsvísu og fá aukna aðkomu ríkisstjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta, eða að ríkin sjálf ákveði að grípa til hertra aðgerða til þess að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Fari svo að útreikningarnir standist þýðir það að smitum fjölgi um 80 prósent og dauðsföllum um 29 prósent. Útreikningarnir eru til þess fallnir að meta framþróun faraldursins fram að embættistöku Joe Biden sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum vestanhafs. Sjálfur hefur hann sagst ætla að leggja ofuráherslu á að ráða niðurlögum faraldursins og gagnrýndi hann mjög aðgerðaleysi ríkisstjórnar sitjandi Bandaríkjaforseta. Kólnandi veður bætir gráu ofan á svart Þriðja bylgja faraldursins gengur nú yfir Bandaríkin og fer smitum ört fjölgandi. Alls hafa nú ellefu milljónir greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins og fjöldi daglegra smita náð nýjum hæðum í þessari bylgju. Á fimmtudag greindust fleiri en 152 þúsund Bandaríkjamenn með veiruna og var það metfjöldi nýgreindra. Var það jafnframt sjöundi dagurinn af síðustu níu þar sem met var slegið yfir fjölda smitaðra sem greinast á einum degi. Það met var aftur slegið í gær þegar 170.333 greindust. Sjúkrahúsinnlagnir vegna kórónuveirunnar hafa aldrei verið fleiri. Líkt og sjá má hefur daglegum smitum farið fjölgandi í hverri bylgju. Metfjöldi hefur greinst á hverjum degi undanfarna daga.Covid tracker Sérfræðingar óttast að veturinn og kólnandi veður muni gera faraldurinn erfiðari viðureignar og hafa meiri áhrif á daglegt líf fólks. „Faraldurinn mun verða verri en hann var í vor og verri en hann var fyrir hinn almenna Bandaríkjamann,“ segir Gregg Gonsalves, prófessor í faraldursfræði við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann segir Donald Trump og ríkisstjórnina geta gert mun betur. „Við gætum verið að finna út úr því hvernig við gætum veitt fólki stuðning til að halda sig heima frekar en að mæta til vinnu. Við gætum borgað þeim fyrir að vera heima, við gætum sent grímur á hvert einasta heimili.“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Getty/Spencer Platt Trump sagður „áhugalaus“ Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum eftir ósigur í forsetakosningunum. Ráðgjafar hans hafa sagt hann sýna lítinn áhuga á faraldrinum þrátt fyrir metfjölda nýsmita og þá staðreynd að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa séu að fyllast víða. Hópsýking geisar nú öðru sinni í Hvíta húsinu sjálfu og á meðal náinna ráðgjafa Trump forseta. Að minnsta kosti fimm sem viðstaddir voru á kosningavöku forsetans hafa greinst með kórónuveirusmit, en hundruð manna komu saman á kosningavökunni og voru margir grímulausir. Góðar fréttir af þróun bóluefnis eru einnig sagðar hafa farið öfugt ofan í forsetann. Sakaði hann lyfjaframleiðandann Pfizer um að hafa vísvitandi beðið með að tilkynna um framfarir í þróuninni þar til eftir kjördag í samsæri gegn sér. Lýðheilsusérfræðingar óttast að faraldurinn eigi aðeins eftir að versna frekar og takmarka getu yfirvalda til að dreifa bóluefni hratt ef Trump neitar að grípa til afgerandi aðgerða eða vinna með undirbúningsteymi Biden.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. 12. nóvember 2020 23:53 Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. 12. nóvember 2020 09:10 Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. nóvember 2020 07:54 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump sagður velta sér upp úr ósigrinum á meðan faraldurinn geisar Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku. 12. nóvember 2020 23:53
Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. 12. nóvember 2020 09:10
Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 12. nóvember 2020 07:54