Það var fremur rólegt yfir samfélagsmiðlinum Twitter yfir svekkjandi tapi gegn Dönum í kvöld. Lokatölur 2-1 en jöfnunarmark Viðars Arnar Kjartanssonar lyfti mannskapnum þó upp tímabundið.
Christian Eriksen skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks en Viðar Örn Kjartansson jafnaði metin þegar sex mínútur voru eftir. Danir fengu aðra vítaspyrnu undir lok leiks og skoraði Eriksen aftur. Lokatölur því 2-1.
Hér að neðan má sjá svona það helsta sem átti sér stað á netmiðlum yfir leik kvöldsins.
Synir leikjahæstu leikmanna Dana og Íslendinga milli stanganna í kvöld.
— Ingvi Þór Sæmundsson (@ingvithors) November 15, 2020
1-0! @ChrisEriksen8 med målet
— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 15, 2020
Sådan, drenge. Vi fortsætter! #ForDanmark pic.twitter.com/WlJWCcrCVF
Þetta var þriðja mark Christian Eriksen á móti íslenska landsliðinu og það 35. sem hann skorar fyrir danska landsliðð. Getty-mynd/ Lars Ronbog pic.twitter.com/S4i84L5t5C
— Sportið á Vísi (@VisirSport) November 15, 2020
Ágætis tímapunkur að benda á að "Vindurinn" er bróðursonur Gulla Gull sem átti sín bestu tímabil í efstu deild eftir fertugt. #fotboltinet
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) November 15, 2020
Sverrir Ingi Ingason var skotinn niður í leiknum en stóð sem betur fer upp aftur og hélt áfram. EPA-EFE/Liselotte Sabroe pic.twitter.com/67PsfYnjYv
— Sportið á Vísi (@VisirSport) November 15, 2020
Ágætur varnarleikur í fyrri hálfleikur en ekkert að frétta fram á við. Í eltingarleik og ekkert í spilunum að við vinnum Dani í fyrsta sinn.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 15, 2020
Eriksen er í öðrum gæðaflokki en allir aðrir á vellinum
— Samúel Samúelsson (@SSamelsson) November 15, 2020
Proper finish lad
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) November 15, 2020
SELFYSSINGURINN SMELLIR HONUM!!! VÖK!!! #danisl #fyririsland
— Guðmundur Karl Sigurdórsson (@dullari) November 15, 2020
— Kjartan Atli (@kjartansson4) November 15, 2020
Haha bíddu, var Viðar að skora?
— Axel Örn Sæmundsson (@axelsaemunds) November 15, 2020
Þetta stefnir í grátlegasta landsliðs glugga sögunnar
— Haraldur Hróðmarsson (@HalliHrodmars) November 15, 2020
Hver sem verður næsti landsliðsþjálfari að þá vona ég að viðkomandi horfi til liðsins sem spilaði síðustu 30 mín í leiknum í kvöld. Gylfi, Gulli og Aron á frábærir á miðjunni og miðverðirnir þrír héldu sínu gegn öflugu dönsku liði, kannski er 3-5-2 bara leiðin áfram. #fotboltinet
— Jóhann Már Helgason (@Joimar) November 15, 2020
Flott frammistaða gegn Dönum þrátt fyrir tap. Rúnar Alex frábær. Takk strákar. #fotboltinet
— Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) November 15, 2020
Eftir höfðinu dansa limirnir. Aron Einar kveikti almennilega á Gylfa þegar hann kom inn á. Síðustu 20 mínúturnar mjög flottar hjá Íslandi. Ógeðis tap.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) November 15, 2020