Ísland þriðja flokks fyrir undankeppni HM í Katar Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 15:01 Ísland var í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM í Rússlandi en hefur nú dregist niður í 3. flokk. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu. HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Eftir töpin tvö gegn Ungverjalandi og Danmörku er orðið ljóst að Ísland verður í 3. styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni HM í fótbolta þann 7. desember. Undankeppni HM í Katar er öll leikin á næsta ári. Fyrstu þrír leikirnir eru í mars og verða jafnframt fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, eftir að Erik Hamrén ákvað að láta gott heita. Undankeppninni lýkur í nóvember, eftir nákvæmlega eitt ár. Fyrir HM-dráttinn er þjóðum Evrópu skipt í sex styrkleikaflokka. Farið er eftir stöðu þjóða á næsta heimslista. Ísland átti möguleika á að komast í hóp 20 efstu þjóða Evrópu á heimslista, með góðum úrslitum gegn Ungverjum, Dönum og svo Englendingum á miðvikudag, en nú er ljóst með útreikningum að liðið verður í 3. styrkleikaflokki. Einnig er ljóst hvaða tíu lið verða í efsta styrkleikaflokki, og níu þjóðir eru öruggar um sæti í 2. styrkleikaflokki (Rússland, Rúmenía eða Írland fær síðasta lausa sætið). Belgía, England og Danmörk, mótherjar Íslands í Þjóðadeildinni í ár, eru öll í efsta flokknum. Ísland fær sem sagt eina þjóð úr hvorum þessara flokka í sinn riðil í undankeppni HM: Flokkur 1: Belgía, Frakkland, England, Portúgal, Spánn, Króatía, Þýskaland, Danmörk, Ítalía, Holland. Flokkur 2: Sviss, Pólland, Svíþjóð, Wales, Úkraína, Austurríki, Tyrkland, Slóvakía, Serbía, Rússland/Rúmenía/Írland. Leikið verður í 5 og 6 liða riðlum í undankeppni HM, svo Ísland fengi 2-3 andstæðinga í viðbót í sinn riðil, úr lægri styrkleikaflokkum. Efsta lið hvers riðils kemst á HM í Katar, líkt og þegar Ísland komst á HM í Rússlandi. Næstefsta lið hvers riðils kemst í umspil, líkt og þegar Ísland komst í umspil gegn Króatíu fyrir HM í Brasilíu.
HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Sigur á Ungverjum kæmi Íslandi líka nær HM í Katar Þó að leikur Íslands og Ungverjalands annað kvöld snúist um það hvort liðanna kemst í lokakeppni EM þá felur sigur líka í sér aukna möguleika á að komast á HM í Katar eftir tvö ár. 11. nóvember 2020 11:31