Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2020 22:08 Pétur Hemmingsen, verkefnisstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Egill Aðalsteinsson Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Byrjað var á nýja veginum í brekkunni fyrir ofan Vegagerðarkarlinn eða Pennukarlinn, sem reistur var af brúarsmiðum árið 1958 við ána Pennu. Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar hófu verkið í Penningsdal ofan Flókalundar fyrir miðjan október. Á þeirra vegum vinna fimmtán starfsmenn á svæðinu undir stjórn Péturs Hemmingsen verkefnisstjóra, sem segir að gengið hafi þokkalega til þessa. „Stærsti verkþátturinn í þessu verki eru sprengingar. Við erum bara á fullu í því núna,“ segir Pétur. Sprengt fyrir nýja veginum í Pennusneiðingi. Horft niður til Vatnsfjarðar.Egill Aðalsteinsson Bara í Penningsdalnum er áætlað að sprengja þurfi 220 þúsund rúmmetra. Unnið er tólf tíma á dag, frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin, og það þarf að vinna rösklega. „Já, mjög. Og það er eiginlega aðaláskorunin í þessu verki. Það er verktíminn. Við eigum að klára hérna næsta haust. Þannig að: Já, þetta verður svona spretthlaup.“ Framkvæmdir eru einnig hafnar uppi á heiðinni, á Þverdal neðan gatnamóta Bíldudalsvegar. Séð niður Þverdal í átt til Breiðafjarðar. Hægra megin fyrir miðri mynd má sjá tæki ÍAV í nýja vegstæðinu.Egill Aðalsteinsson Fyrsti áfanginn er tvískiptur. Kaflinn að sunnanverðu er 5,7 kílómetrar en einnig er 4,3 kílómetra kafli milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar í Arnarfirði, um Meðalnes. Verktakarnar einbeita sér fyrstu mánuðina að verkinu Vatnsfjarðarmegin. „Og einhverntímann eftir áramótin förum við að vinna í Arnarfirðinum líka,“ segir Pétur. Horft út Dynjandisvog. Vegurinn fyrir Meðalnes færist úr hlíðinni niður í fjöruna.Egill Aðalsteinsson Verksamningur þessa fyrsta áfanga er upp á 1.733 milljónir króna. „Ég held að þetta verði mikil bylting fyrir fólkið hérna og aðra sem eiga leið um. Ekki spurning,“ segir verkefnisstjóri ÍAV. Ef allt gengur að óskum verður það 30. september á næsta ári sem menn geta ekið eftir rennisléttu malbikinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Byrjað var á nýja veginum í brekkunni fyrir ofan Vegagerðarkarlinn eða Pennukarlinn, sem reistur var af brúarsmiðum árið 1958 við ána Pennu. Egill Aðalsteinsson Íslenskir aðalverktakar hófu verkið í Penningsdal ofan Flókalundar fyrir miðjan október. Á þeirra vegum vinna fimmtán starfsmenn á svæðinu undir stjórn Péturs Hemmingsen verkefnisstjóra, sem segir að gengið hafi þokkalega til þessa. „Stærsti verkþátturinn í þessu verki eru sprengingar. Við erum bara á fullu í því núna,“ segir Pétur. Sprengt fyrir nýja veginum í Pennusneiðingi. Horft niður til Vatnsfjarðar.Egill Aðalsteinsson Bara í Penningsdalnum er áætlað að sprengja þurfi 220 þúsund rúmmetra. Unnið er tólf tíma á dag, frá sjö á morgnana til sjö á kvöldin, og það þarf að vinna rösklega. „Já, mjög. Og það er eiginlega aðaláskorunin í þessu verki. Það er verktíminn. Við eigum að klára hérna næsta haust. Þannig að: Já, þetta verður svona spretthlaup.“ Framkvæmdir eru einnig hafnar uppi á heiðinni, á Þverdal neðan gatnamóta Bíldudalsvegar. Séð niður Þverdal í átt til Breiðafjarðar. Hægra megin fyrir miðri mynd má sjá tæki ÍAV í nýja vegstæðinu.Egill Aðalsteinsson Fyrsti áfanginn er tvískiptur. Kaflinn að sunnanverðu er 5,7 kílómetrar en einnig er 4,3 kílómetra kafli milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar í Arnarfirði, um Meðalnes. Verktakarnar einbeita sér fyrstu mánuðina að verkinu Vatnsfjarðarmegin. „Og einhverntímann eftir áramótin förum við að vinna í Arnarfirðinum líka,“ segir Pétur. Horft út Dynjandisvog. Vegurinn fyrir Meðalnes færist úr hlíðinni niður í fjöruna.Egill Aðalsteinsson Verksamningur þessa fyrsta áfanga er upp á 1.733 milljónir króna. „Ég held að þetta verði mikil bylting fyrir fólkið hérna og aðra sem eiga leið um. Ekki spurning,“ segir verkefnisstjóri ÍAV. Ef allt gengur að óskum verður það 30. september á næsta ári sem menn geta ekið eftir rennisléttu malbikinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22 Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21 Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06 Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Flautuðu af gleði þegar þeir prófuðu göngin í fyrsta sinn Vestfirðingar flautuðu úr bílum sínum af gleði þegar Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra gaf fyrirmæli um að lyfta skyldi slánni við gangamunna Dýrafjarðarganga. Þegar þeir svo óku í gegn flautuðu þeir ennþá meira. 25. október 2020 21:22
Geta séð fossinn Dynjanda í fyrsta sinn í klakaböndum Ísfirðingar og aðrir íbúar á norðanverðum Vestfjörðum, sem óku um Dýrafjarðargöng í gær, uppgötvuðu margir óvænt nýjan möguleika sem jarðgöngin skapa. Í fyrsta sinn verður mögulegt að aka um þjóðvegakerfið að fossinum Dynjanda um hávetur auk þess sem leiðin hefur styst verulega. 26. október 2020 11:21
Fyrstu kaflarnir kláraðir á einu ári á Dynjandisheiði Vegagerðin hefur boðið út tvo fyrstu kaflana í endurnýjun vegarins um Dynjandisheiði, samtals um tíu kílómetra langa. Góð sátt virðist ríkja um þessa áfanga og er ekki vitað til þess að neinn hafi lýst andstöðu við þær veglínur sem núna eru boðnar út. 24. júlí 2020 07:06
Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. 7. janúar 2020 12:00