Hægt að sjá í beinni hvort íslensku strákarnir komist á EM Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 13:01 Sveinn Aron Guðjohnsen er ásamt fleirum úr U21-landsliðinu mættur til Englands vegna A-landsleiksins á Wembley. Þeir þurfa að treysta á Ítalíu í dag til að komast á EM U21. vísir/vilhelm Strákarnir í U21-landsliði Íslands í fótbolta gætu fagnað sæti á EM í dag en örlög þeirra eru í höndum Ítala sem taka á móti Svíum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Rai 2. Hópur leikmanna úr U21-landsliði Íslands er mættur til Englands til að taka þátt í A-landsleiknum við England í Þjóðadeildinni í kvöld. Ljóst verður skömmu fyrir þann leik hvort Ísland spilar í lokakeppni EM U21 á næsta ári. Eftir að úrslit gærdagsins reyndust riðli Íslands í hag er ljóst að leikur Ítalíu og Svíþjóðar ræður því hvort það verður Ísland eða Svíþjóð sem fer á EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. Ef Svíþjóð vinnur kemst liðið upp fyrir Ísland í 2. sæti A-riðils, á betri innbyrðis úrslitum. Jafntefli eða sigur Ítalíu dugar Íslandi. Ítalía hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins. Ísland hefur aðeins einu sinni komist í lokakeppni EM U21-landsliða en það gerði „gullkynslóðin“ árið 2011, áður en hún fór svo með A-landsliðið ótroðnar slóðir. Bein útsending á Fjölvarpinu Leikur Ítalíu og Svíþjóðar hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma. Eins og fyrr segir er hann í beinni útsendingu á ítölsku stöðinni Rai 2. Hún fylgir með áskrift að Risapakka Stöðvar 2 og Fjölvarpi L. Sænska liðið þarf að spjara sig án framherjans og lykilmannsins Viktors Gyökeres, leikmanns Brighton sem er að láni hjá Swansea, eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Þá er Eric Kahl, varnarmaður úr AIK, meiddur. Fótbolti Tengdar fréttir Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári. 17. nóvember 2020 18:31 Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. 17. nóvember 2020 09:30 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Sjá meira
Strákarnir í U21-landsliði Íslands í fótbolta gætu fagnað sæti á EM í dag en örlög þeirra eru í höndum Ítala sem taka á móti Svíum. Leikurinn er í beinni útsendingu á Rai 2. Hópur leikmanna úr U21-landsliði Íslands er mættur til Englands til að taka þátt í A-landsleiknum við England í Þjóðadeildinni í kvöld. Ljóst verður skömmu fyrir þann leik hvort Ísland spilar í lokakeppni EM U21 á næsta ári. Eftir að úrslit gærdagsins reyndust riðli Íslands í hag er ljóst að leikur Ítalíu og Svíþjóðar ræður því hvort það verður Ísland eða Svíþjóð sem fer á EM í Ungverjalandi og Slóveníu á næsta ári. Ef Svíþjóð vinnur kemst liðið upp fyrir Ísland í 2. sæti A-riðils, á betri innbyrðis úrslitum. Jafntefli eða sigur Ítalíu dugar Íslandi. Ítalía hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins. Ísland hefur aðeins einu sinni komist í lokakeppni EM U21-landsliða en það gerði „gullkynslóðin“ árið 2011, áður en hún fór svo með A-landsliðið ótroðnar slóðir. Bein útsending á Fjölvarpinu Leikur Ítalíu og Svíþjóðar hefst kl. 16.30 að íslenskum tíma. Eins og fyrr segir er hann í beinni útsendingu á ítölsku stöðinni Rai 2. Hún fylgir með áskrift að Risapakka Stöðvar 2 og Fjölvarpi L. Sænska liðið þarf að spjara sig án framherjans og lykilmannsins Viktors Gyökeres, leikmanns Brighton sem er að láni hjá Swansea, eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Þá er Eric Kahl, varnarmaður úr AIK, meiddur.
Fótbolti Tengdar fréttir Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári. 17. nóvember 2020 18:31 Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. 17. nóvember 2020 09:30 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Sjá meira
Grikkir unnu Skota og nú þurfa ungu strákarnir „bara“ að treysta á Ítalíu Grikkland vann 1-0 sigur á Skotlandi í riðli fjögur í undankeppni EM 2021 sem fer fram næsta vor. Þetta var góður sigur fyrir íslenska U21-árs landsliðið sem eygir því enn von á stórmóti á næsta ári. 17. nóvember 2020 18:31
Danir, Grikkir eða Bosníumenn gætu haldið EM-draumi íslensku strákanna á lífi í dag Ef úrslitin falla með Íslandi í dag og á morgun komast strákarnir í U21-landsliðinu í fótbolta í lokakeppni EM á næsta ári. Aðeins „gullkynslóðinni“ sem myndað hefur kjarna í A-landsliðinu síðustu ár hefur afrekað það. 17. nóvember 2020 09:30