Elísabet tilnefnd sem besti þjálfari sænsku deildarinnar og Glódís besti varnarmaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 11:56 Elísabet Gunnarsdóttir var valinn þjálfari ársins í sænsku úrvalsdeildinni fyrir þremur árum og gæti fengið verðlaunin aftur í ár. kristianstad Elísabet Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar tilnefndar til verðlauna á uppskeruhátíð sænsku úrvalsdeildarinnar sem verður haldin á sunnudaginn. Elísabet er tilnefnd sem þjálfari ársins. Undir hennar stjórn endaði Kristianstad í 3. sæti sænsku deildarinnar og tryggði sér þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Náði sögulegum árangri á sínu tólfta tímabili hjá félaginu og kom því í Evrópukeppni. Meiðslin og barneignir settu strik í reikninginn en Beta náði samt óvæntum árangri,“ segir í umsögn dómnefndar um Elísabetu. Auk hennar eru Maria Nilsson, þjálfari Vaxjö, og Mats Gren og Jörgen Ericsson, þjálfarar Svíþjóðarmeistara Göteborg, tilnefndir sem þjálfarar ársins. Glódís er tilnefnd sem besti varnarmaður sænsku deildarinnar. Hún lék hverja einustu mínútu í öllum 22 deildarleikjum silfurliðs Rosengård á tímabilinu. Í umsögn dómnefndar segir að tímabilið í ár hafi verið það besta á ferli Glódísar. Auk hennar eru Josefine Rybrink (Kristianstad) og Natalia Kuikka (Göteborg) tilnefndar sem varnarmaður ársins. Jennifer Falk (Göteborg), Olivia Schough (Djurgården) og Therese Åsland (Kristianstad) eru tilnefndar sem verðmætasti leikmaður tímabilsins (MVP). Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta markvörðinn, besta miðjumanninn, besta sóknarmanninn, besta nýliðann og besta markið. Elísabet var valin þjálfari ársins í sænsku deildinni 2017 og lenti í 2. sæti í kjörinu 2012. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar tilnefndar til verðlauna á uppskeruhátíð sænsku úrvalsdeildarinnar sem verður haldin á sunnudaginn. Elísabet er tilnefnd sem þjálfari ársins. Undir hennar stjórn endaði Kristianstad í 3. sæti sænsku deildarinnar og tryggði sér þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. „Náði sögulegum árangri á sínu tólfta tímabili hjá félaginu og kom því í Evrópukeppni. Meiðslin og barneignir settu strik í reikninginn en Beta náði samt óvæntum árangri,“ segir í umsögn dómnefndar um Elísabetu. Auk hennar eru Maria Nilsson, þjálfari Vaxjö, og Mats Gren og Jörgen Ericsson, þjálfarar Svíþjóðarmeistara Göteborg, tilnefndir sem þjálfarar ársins. Glódís er tilnefnd sem besti varnarmaður sænsku deildarinnar. Hún lék hverja einustu mínútu í öllum 22 deildarleikjum silfurliðs Rosengård á tímabilinu. Í umsögn dómnefndar segir að tímabilið í ár hafi verið það besta á ferli Glódísar. Auk hennar eru Josefine Rybrink (Kristianstad) og Natalia Kuikka (Göteborg) tilnefndar sem varnarmaður ársins. Jennifer Falk (Göteborg), Olivia Schough (Djurgården) og Therese Åsland (Kristianstad) eru tilnefndar sem verðmætasti leikmaður tímabilsins (MVP). Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta markvörðinn, besta miðjumanninn, besta sóknarmanninn, besta nýliðann og besta markið. Elísabet var valin þjálfari ársins í sænsku deildinni 2017 og lenti í 2. sæti í kjörinu 2012.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira