„Ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 07:00 Fida Abu Libdeh,forstjóri og annar stofnenda GeoSilica, og Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, vöru-og markaðsstjóri Florealis. Vísir/Vilhelm Í vetur stendur Háskóli Íslands í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi að viðskiptahraðli fyrir konur í nýsköpun undir merkjum Academy for Woman Entrepreneurs, eða AWE. Hraðallinn samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managment við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Ýmsir aðilar koma að skipulagi vinnulota hraðalsins, þar á meðal FKA, Ungar athafnakonur og Women of multicultural ethnicity network in Iceland. Fida Abu Libdeh, forstjóri og annar stofnenda GeoSilica og Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, vöru- og markaðsstjóri Florealis, eru meðal leiðbeinanda í hraðlinum. „Hingað til hefur stuðningsnetið á Íslandi verið mjög öflugt en það sem AWE bætir við er að þátttakendur geta verið alls staðar af landinu og íslenskukunnátta er ekki nauðsynleg,“ segir Fida. Að sögn Söndru hafa nú þegar um 75.000 konur um allan heim farið í gegnum AWE hraðlana með góðum árangri. „Það er svo dýrmætt fyrir frumkvöðla að hafa aðgengi að stuðningi og viðskiptahröðlum á borð við AWE þar sem farið er yfir öll helstu atriðin sem þarf að hafa í huga þegar farið er út í rekstur. Þarna er öll þekkingin á sama stað og þannig sparast dýrmætur tími sem hefði kannski annars farið í að leita að svörum á röngum stað,“ segir Sandra og bætir við: „Þess vegna kallast þetta viðskiptahraðlar því þarna er hægt að flýta fyrir þróun hugmynda og stofnun fyrirtækja.“ Konur með flottar hugmyndir En hvers vegna hraðall sem er eingöngu ætlaður konum í nýsköpun? „Það hefur gefist vel að setja upp sérstakan stuðning við nýsköpun kvenna, bæði hefur það mjög hvetjandi áhrif og eykur líkur á velgengni þeirra fyrirtækja. Í flestum viðskiptahröðlum og öðru sem tengist nýsköpun er hlutur kvenna mun minni en karla. Það hefur verið unnið að því að auka hlut kvenna og hvetja þær til þátttöku, en það vantar enn talsvert upp á til að jafna hlut kynjanna. Því hafa námskeið og úrræði sem styðja sérstaklega við konur komið vel út og eiga ríkan þátt í að auka hlut kvenna í nýsköpun og rekstri almennt,“ segir Sandra. Fida tekur undir þetta og segir mikilvægt að jafna hlut kynja í nýsköpun. „Nýsköpun er ein mikilvægasta stoð samfélagsins og ein af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærari heim. Við munum ekki ná sjálfbærni nema það sé jafnt hlutfall kvenna og karla í nýsköpun. Það er ekki eingöngu fyrir þær sakir að við sköpum verðmæti með nýsköpun og fylgjum eftir draumum okkar, heldur er það beinlínis skylda okkar að kynjahlutfall samfélagsins endurspeglist einnig í nýsköpun,“ segir Fida og bætir við: Það er þekkt að konur taka miklu minni áhættu þegar það kemur að rekstri og stofnun fyrirtækja en konur fá alveg jafn flottar og góðar hugmyndir og aðrir.“ Fida segir AWE nýtast konum vel á landsbyggðinni auk þess sem íslenskukunnátta er ekki nauðsynleg til að taka þátt.Vísir/Vilhelm Tengslanetið og fjármagnið erfiðast Þegar Fida og Sandra eru spurðar um það hvað þær telja vera erfiðasta hjallann fyrir konur í nýsköpun að yfirstíga, nefna þær fjármagn og tengslanet. „Það sést út um allan heim, og Ísland er þar ekki undanskilið, að konur eiga mun erfiðara með að fjármagna sínar viðskiptahugmyndir en karlar. Munurinn á þeim upphæðum sem fara í að fjármagna fyrirtæki í eigu karla miðað við í eigu kvenna er sláandi. Samt eru vísbendingar um að fyrirtæki í eigu kvenna séu arðbærari og skili betri rekstrarafkomu. Það er því ekki samræmi þarna á milli. Þetta er gífurleg áskorun sem verður að takast á við,“ segir Sandra. „Ég myndi segja að tengslanet sé erfiðasti hjallinn fyrir konur í nýsköpun og þá sérstaklega konur á landsbyggðinni. Þar eru frumkvöðlakonur oft í hálgerðri einangrun sem aftur leiðir til þess að þær hafa minna aðgengi að fjármagni, fræðslu og stuðningi almennt,“ segir Fida. Sandra er sammála Fidu og segir mikilvægt að horfa til kvenna á landsbyggðinni því þær hafi oft færri tækifæri en kynsystur sínar sem búa nálægt borginni. Þar sé hreinlega færra í boði. „Það er hægt að fara í gegnum AWE hraðalinn hvar sem er því þetta fer fram á netinu. Okkur þykir því sérstaklega mikilvægt að ná til kvenna alls staðar á Íslandi og hvetja þær til að nýta tækifærið,“ segir Sandra. Sandra hvetur konur til að láta vaða því það fáist ekkert sannreynt nema að láta á það reyna hvort hugmynd er góð.Vísir/Vilhelm Fyrirtæki verða ekki til í tómarúmi Sandra og Fida segja stuðningsnet fyrir fólk í nýsköpun gífurlega mikilvægt. Þá þurfi stuðningur við frumkvöðla að vera margvíslegur. Allt frá stuðningi við hvernig hægt er að vinna að fjármögnun á fyrstu stigum yfir í aðgengi að þekkingu við að koma viðskiptahugmynd á fót. „Það fæðast engin fyrirtæki í tómarúmi og margt sem þarf að koma til svo að reksturinn gangi upp. Fólk alls staðar að úr samfélaginu fær frábærar hugmyndir en þekkingin um hvernig hægt sé að hagnýta þær eða hefja rekstur er ekki sjálfsögð,“ segir Sandra. Hvaða ráð mynduð þið gefa konum sem eru á frumstigi í nýsköpun? „Ég mæli með því að konur sem eru að hefja nýsköpun eða eru með viðskiptahugmynd byrji á því að sækja námskeiðið hjá AWE og fylgi síðan sínum hugmyndum eftir,“ segir Fida. Að láta vaða. Maður veit aldrei hvers virði hugmyndin manns er fyrr en maður lætur á hana reyna. Ef maður gerir ekkert og situr bara á henni þá verður aldrei neitt úr henni. Þannig ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera. Tala við fólk og fá endurgjöf. Leita að upplýsingum og máta hugmyndina við raunveruleikann. Kannski og kannski ekki gengur hugmyndin upp. Það er alltaf möguleiki á að eitthvað stórkostlegt muni gerast og það er þess virði að taka sénsinn,“ segir Sandra. Nýsköpun Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í vetur stendur Háskóli Íslands í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi að viðskiptahraðli fyrir konur í nýsköpun undir merkjum Academy for Woman Entrepreneurs, eða AWE. Hraðallinn samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managment við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Ýmsir aðilar koma að skipulagi vinnulota hraðalsins, þar á meðal FKA, Ungar athafnakonur og Women of multicultural ethnicity network in Iceland. Fida Abu Libdeh, forstjóri og annar stofnenda GeoSilica og Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, vöru- og markaðsstjóri Florealis, eru meðal leiðbeinanda í hraðlinum. „Hingað til hefur stuðningsnetið á Íslandi verið mjög öflugt en það sem AWE bætir við er að þátttakendur geta verið alls staðar af landinu og íslenskukunnátta er ekki nauðsynleg,“ segir Fida. Að sögn Söndru hafa nú þegar um 75.000 konur um allan heim farið í gegnum AWE hraðlana með góðum árangri. „Það er svo dýrmætt fyrir frumkvöðla að hafa aðgengi að stuðningi og viðskiptahröðlum á borð við AWE þar sem farið er yfir öll helstu atriðin sem þarf að hafa í huga þegar farið er út í rekstur. Þarna er öll þekkingin á sama stað og þannig sparast dýrmætur tími sem hefði kannski annars farið í að leita að svörum á röngum stað,“ segir Sandra og bætir við: „Þess vegna kallast þetta viðskiptahraðlar því þarna er hægt að flýta fyrir þróun hugmynda og stofnun fyrirtækja.“ Konur með flottar hugmyndir En hvers vegna hraðall sem er eingöngu ætlaður konum í nýsköpun? „Það hefur gefist vel að setja upp sérstakan stuðning við nýsköpun kvenna, bæði hefur það mjög hvetjandi áhrif og eykur líkur á velgengni þeirra fyrirtækja. Í flestum viðskiptahröðlum og öðru sem tengist nýsköpun er hlutur kvenna mun minni en karla. Það hefur verið unnið að því að auka hlut kvenna og hvetja þær til þátttöku, en það vantar enn talsvert upp á til að jafna hlut kynjanna. Því hafa námskeið og úrræði sem styðja sérstaklega við konur komið vel út og eiga ríkan þátt í að auka hlut kvenna í nýsköpun og rekstri almennt,“ segir Sandra. Fida tekur undir þetta og segir mikilvægt að jafna hlut kynja í nýsköpun. „Nýsköpun er ein mikilvægasta stoð samfélagsins og ein af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærari heim. Við munum ekki ná sjálfbærni nema það sé jafnt hlutfall kvenna og karla í nýsköpun. Það er ekki eingöngu fyrir þær sakir að við sköpum verðmæti með nýsköpun og fylgjum eftir draumum okkar, heldur er það beinlínis skylda okkar að kynjahlutfall samfélagsins endurspeglist einnig í nýsköpun,“ segir Fida og bætir við: Það er þekkt að konur taka miklu minni áhættu þegar það kemur að rekstri og stofnun fyrirtækja en konur fá alveg jafn flottar og góðar hugmyndir og aðrir.“ Fida segir AWE nýtast konum vel á landsbyggðinni auk þess sem íslenskukunnátta er ekki nauðsynleg til að taka þátt.Vísir/Vilhelm Tengslanetið og fjármagnið erfiðast Þegar Fida og Sandra eru spurðar um það hvað þær telja vera erfiðasta hjallann fyrir konur í nýsköpun að yfirstíga, nefna þær fjármagn og tengslanet. „Það sést út um allan heim, og Ísland er þar ekki undanskilið, að konur eiga mun erfiðara með að fjármagna sínar viðskiptahugmyndir en karlar. Munurinn á þeim upphæðum sem fara í að fjármagna fyrirtæki í eigu karla miðað við í eigu kvenna er sláandi. Samt eru vísbendingar um að fyrirtæki í eigu kvenna séu arðbærari og skili betri rekstrarafkomu. Það er því ekki samræmi þarna á milli. Þetta er gífurleg áskorun sem verður að takast á við,“ segir Sandra. „Ég myndi segja að tengslanet sé erfiðasti hjallinn fyrir konur í nýsköpun og þá sérstaklega konur á landsbyggðinni. Þar eru frumkvöðlakonur oft í hálgerðri einangrun sem aftur leiðir til þess að þær hafa minna aðgengi að fjármagni, fræðslu og stuðningi almennt,“ segir Fida. Sandra er sammála Fidu og segir mikilvægt að horfa til kvenna á landsbyggðinni því þær hafi oft færri tækifæri en kynsystur sínar sem búa nálægt borginni. Þar sé hreinlega færra í boði. „Það er hægt að fara í gegnum AWE hraðalinn hvar sem er því þetta fer fram á netinu. Okkur þykir því sérstaklega mikilvægt að ná til kvenna alls staðar á Íslandi og hvetja þær til að nýta tækifærið,“ segir Sandra. Sandra hvetur konur til að láta vaða því það fáist ekkert sannreynt nema að láta á það reyna hvort hugmynd er góð.Vísir/Vilhelm Fyrirtæki verða ekki til í tómarúmi Sandra og Fida segja stuðningsnet fyrir fólk í nýsköpun gífurlega mikilvægt. Þá þurfi stuðningur við frumkvöðla að vera margvíslegur. Allt frá stuðningi við hvernig hægt er að vinna að fjármögnun á fyrstu stigum yfir í aðgengi að þekkingu við að koma viðskiptahugmynd á fót. „Það fæðast engin fyrirtæki í tómarúmi og margt sem þarf að koma til svo að reksturinn gangi upp. Fólk alls staðar að úr samfélaginu fær frábærar hugmyndir en þekkingin um hvernig hægt sé að hagnýta þær eða hefja rekstur er ekki sjálfsögð,“ segir Sandra. Hvaða ráð mynduð þið gefa konum sem eru á frumstigi í nýsköpun? „Ég mæli með því að konur sem eru að hefja nýsköpun eða eru með viðskiptahugmynd byrji á því að sækja námskeiðið hjá AWE og fylgi síðan sínum hugmyndum eftir,“ segir Fida. Að láta vaða. Maður veit aldrei hvers virði hugmyndin manns er fyrr en maður lætur á hana reyna. Ef maður gerir ekkert og situr bara á henni þá verður aldrei neitt úr henni. Þannig ekki bara sitja og hugsa heldur standa upp og fara að gera. Tala við fólk og fá endurgjöf. Leita að upplýsingum og máta hugmyndina við raunveruleikann. Kannski og kannski ekki gengur hugmyndin upp. Það er alltaf möguleiki á að eitthvað stórkostlegt muni gerast og það er þess virði að taka sénsinn,“ segir Sandra.
Nýsköpun Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03 Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03 „Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Lúlla dúkka nú viðurkennd sem nauðsynjavara Lúlla dúkka telst núna til nauðsynjavöru sem hjálpar verulega til í sölu og dreifingu nú á tímum heimsfaraldurs. 12. október 2020 07:03
Endurvinna 85% af bifreiðum með því að endurnýta varahluti og selja Aðalheiður Jacobsen eigandi Netparta segir fyrirtæki ekki munu lifa af samkeppni framtíðarinnar ef þau eru ekki umhverfisvæn og samfélagslega ábyrg. Hún segir umhverfisvæna starfssemi einnig fela í sér efnahagslegan ávinning. 5. október 2020 07:03
„Þetta er bara hark og það þarf bara að leggja inn vinnuna“ Avo fékk nýverið 419 milljónir króna fjármögnun frá Kísildal. Stofnendur unnu áður hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuisUp. 28. september 2020 07:09