Fótboltastjarna fann aftur vegabréfið sitt með hjálp samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 15:30 Pervis Estupinan fagnar hér marki með liðsfélaga sínum í landsliði Ekvador, Michael Estrada. Getty/Rodrigo Buendia Skemmtilegur landsleikjagluggi breyttist snögglega fyrir landsliðsbakvörð Ekvador sem hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á dögunum í stórsigri í undankeppni HM. Ekvadorinn Pervis Estupinan lenti nefnilega í vandræðum sem sum okkar þekkja aðeins of vel. Hann týndi vegabréfinu sínu. Estupinan var þar með kominn í vandræði því hann komst ekki aftur í vinnuna þar sem hann spilar með spænska liðinu Villarreal. Það leit út fyrir að hann myndi missa af leiknum á móti Real Madrid um helgina. After scoring in Ecuador's 6-1 win over Colombia, former #WatfordFC left-back Pervis Estupiñán lost his passport after his bag fell out of his car.People in Quito are urgently looking for it to allow him to travel back to Spain. pic.twitter.com/HznNBJ4D14— Sam Street (@samstreetwrites) November 18, 2020 Pervis Estupinan var staddur í landsliðsverkefni með Ekvador í heimalandinu og hjálpaði landsliðinu sínu meðal annars að vinna 6-1 sigur á Kólumbíu í undankeppni HM 2022 þar sem Estupinan skoraði eitt markanna. Þegar Pervis Estupinan var á leið aftur til Spánar þá týndi hann farangrinum sínum og þar á meðal vegabréfinu. Pervis dó samt ekki ráðalaus og nýtti sér samfélagsmiðla til að finna aftur töskurnar sínar. Hann fékk líka hjálp frá knattspyrnusambandi Ekvador. „Ég vil kalla eftir hjálp við að finna þrjár svartar töskur og vegabréf. Ég týndi þeim í Carapungo (Quito),“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. „Ég myndi meta það með öllu mínu hjarta ef þú gætir fundið þær fyrir mig,“ skrifaði Pervis. Skilaboðum hans var endurtíst næstum því fimm þúsund sinnum. Leitin bar árangur. „Takk fyrir hjálpina. Mér tókst að finna mikilvægustu töskuna og vegabréfið mitt. Guð blessi ykkur,“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. Gracias a su ayuda conseguí recuperar la maleta más importante y el pasaporte. Que DIOS les bendiga. pic.twitter.com/OB5HUICiAi— Pervis Estupiñan (@PervisEstupinan) November 18, 2020 Triunfo histórico en Quito 3ª victoria al hilo @LaTri 6-1 @FCFSeleccionCol @PervisEstupinan marca el primer de falta directa.#Eliminatorias #Qatar2022 @CONMEBOL pic.twitter.com/Ecdlbj9xx8— Copa Mundial FIFA (@fifaworldcup_es) November 18, 2020 HM 2022 í Katar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Skemmtilegur landsleikjagluggi breyttist snögglega fyrir landsliðsbakvörð Ekvador sem hafði skorað sitt fyrsta mark fyrir landsliðið á dögunum í stórsigri í undankeppni HM. Ekvadorinn Pervis Estupinan lenti nefnilega í vandræðum sem sum okkar þekkja aðeins of vel. Hann týndi vegabréfinu sínu. Estupinan var þar með kominn í vandræði því hann komst ekki aftur í vinnuna þar sem hann spilar með spænska liðinu Villarreal. Það leit út fyrir að hann myndi missa af leiknum á móti Real Madrid um helgina. After scoring in Ecuador's 6-1 win over Colombia, former #WatfordFC left-back Pervis Estupiñán lost his passport after his bag fell out of his car.People in Quito are urgently looking for it to allow him to travel back to Spain. pic.twitter.com/HznNBJ4D14— Sam Street (@samstreetwrites) November 18, 2020 Pervis Estupinan var staddur í landsliðsverkefni með Ekvador í heimalandinu og hjálpaði landsliðinu sínu meðal annars að vinna 6-1 sigur á Kólumbíu í undankeppni HM 2022 þar sem Estupinan skoraði eitt markanna. Þegar Pervis Estupinan var á leið aftur til Spánar þá týndi hann farangrinum sínum og þar á meðal vegabréfinu. Pervis dó samt ekki ráðalaus og nýtti sér samfélagsmiðla til að finna aftur töskurnar sínar. Hann fékk líka hjálp frá knattspyrnusambandi Ekvador. „Ég vil kalla eftir hjálp við að finna þrjár svartar töskur og vegabréf. Ég týndi þeim í Carapungo (Quito),“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. „Ég myndi meta það með öllu mínu hjarta ef þú gætir fundið þær fyrir mig,“ skrifaði Pervis. Skilaboðum hans var endurtíst næstum því fimm þúsund sinnum. Leitin bar árangur. „Takk fyrir hjálpina. Mér tókst að finna mikilvægustu töskuna og vegabréfið mitt. Guð blessi ykkur,“ skrifaði Pervis Estupinan á Twitter. Gracias a su ayuda conseguí recuperar la maleta más importante y el pasaporte. Que DIOS les bendiga. pic.twitter.com/OB5HUICiAi— Pervis Estupiñan (@PervisEstupinan) November 18, 2020 Triunfo histórico en Quito 3ª victoria al hilo @LaTri 6-1 @FCFSeleccionCol @PervisEstupinan marca el primer de falta directa.#Eliminatorias #Qatar2022 @CONMEBOL pic.twitter.com/Ecdlbj9xx8— Copa Mundial FIFA (@fifaworldcup_es) November 18, 2020
HM 2022 í Katar Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira