Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 23:31 Átökin í Tigray-héraði hafa leitt hundruð óbreyttra til dauða og þúsundir hafa flúið yfir til Súdan. Getty/Andrea Ronchini Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki. Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir því að hjálparstofnanir fái að setja upp hjálparmiðstöðvar í héraðinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð óbreyttra hafi verið drepin í átökunum. Í dag, föstudag, bárust fregnir þess efnis að eþíópíski herinn hafi náð yfirráðum í borginni Aksum og bænum Adwa. Ríkisstjórn landsins hefur haldið því fram að andstæðingar hersins í báðum bæjum hafi lagt niður vopn og gefist upp. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest af andstæðingum stjórnarinnar en erfitt er að ná sambandi í héraðinu þar sem síma- og internettenging hefur legið niður í héraðinu frá því að átök hófstu. Aksum er ein stærsta borg Tigray-héraðs og bærinn Adwa er talinn hernaðarlega mikilvægur. Fyrr í þessari viku náðu hersveitir ríkisstjórnarinnar yfirráðum í tveimur öðrum bæjum í Tigray – Shire og Raya – og Abiy Ahmed, forsætisráðherra landsins, hafur sagt að herinn nálgist nú Mekelle, höfuðborg Tigray-héraðs. Eþíópísk stjórnvöld hafa hingað til neitað því að hefja friðarviðræður þar sem þau líti á átökin sem innanríkismál sem leysa eigi með löggæslu. Ýmsar hjálpar- og mannúðarstofnanir hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins í héraðinu. Þær hafa ekki fengið að fara inn í héraðið til að veita íbúum aðstoð og hafa margar þeirra lýst yfir áhyggjum um að þúsundir gætu hafa verið drepnir frá því átökin hófust í byrjun nóvembermánaðar. Minnst 33 þúsund flóttamenn úr héraðinu hafa flúið yfir til nágrannalandsins Súdan og flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hafið undirbúning fyrir því að taka á móti allt að 200 þúsund manns á næstu sex mánuðum linni átökunum ekki.
Eþíópía Súdan Hernaður Tengdar fréttir Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45 Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41
Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. 14. nóvember 2020 11:45
Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. 11. nóvember 2020 11:41