Innlent

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Fimmtán greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Ekki hafa fleiri greinst á einum degi á einni viku. Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í fréttatímanum.

Menntamálaráðherra segir að það vilja allra stjórnarflokka að finna farsæla lausn til að afgreiða megi fjölmiðlafrumvarpið út úr ríkisstjórn. Flokkarnir vinni að lausn í sameiningu en heimildir fréttastofu herma að ein útfærslan sé að gera breytingar á skattaumhverfi fjölmiðla.

Þá segjum við frá því að verkefnisstjóri tóbaksvarna segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar nikótínpúða til að draga megi úr noktun unglinga.

Einnig segjum við frá því að á bændur á bænum Reykjum á Skeiðum hvetji kúabændur um allt land að láta gott af sér leið fyrir jólin og slátra gripum, hakka kjötið og gefa Fjölskylduhjálp Íslands.

Sjálf létu bændurnir slátra kvígu og gáfu áttatíu kíló af hakki af henni til fjölskylduhjálparinnar í neytendapakkningum.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×