Valur vill breytingar á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 18:46 Það gæti farið svo að meistaraflokkar Vals taki ekki þátt í Reykjavíkurmótinu árið 2021. Vísir/Vilhelm Knattspyrnufélagið Valur hefur gefið út tilkynningu þess efnis að lið þeirra stefni ekki á að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu nema breytingar eigi sér stað á mótshaldi. Greint er frá þessu á Fótbolti.net. Þar segir að Valur skori á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, til að breyta mótshaldi Reykjavíkurmótsins. Mótið fer vanalega fram í Egilshöll í janúar og febrúar ár hvert. Valur segir að ef það breytist ekki þá mun félagið draga bæði meistaraflokk karla og kvenna úr mótinu á næsta ári. „Reykjavíkurmótið var sett á laggirnir 1915 og var á sínum tíma glæsilegt og mikilsvert mót en vegur þess hefur minnkað í gegnum tíðina og allur sjarmi, virðing og reisn farin. Þess má geta að meistaraflokkur Vals kvenna hefur oftast farið með sigur að hólmi í þessu móti og karlalið félagsins hefur hampað Reykjavíkurbikarnum 22 sinnum þannig að við þekkjum þetta mót nokkuð vel," segir Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals við Fótbolti.net. „Valur skorar á ÍBR að stórbæta umgjörð, utanumhald, leikjadagskrá og bæta við verðlaunafé og hefja þetta fornfræga mót aftur til virðingar,“ segir einnig í tilkynningunni. Hér að neðan má sjá punkta Vals um hvað má betur fara. Valur hefur farið fram á að leika sina leiki á sínum leikvelli eða sambærilegum gervigrasvöllum í borginni [KR, ÍR, Víkingur, Fylkir, Leiknir, Valur, Fjölnir, Fram og Þróttur hafa öll ágætis gervigrasvelli til umráða á sínum svæðum]. Núverandi umgjörð er lítil sem engin. Klefar og umhirða í kringum varamannaskýli ekki boðleg. Leikdagar og leiktími seint á kvöldin. Grasið / undirlagið ekki vökvað og slysahætta veruleg - ÍBR hefji mótið aftur til vegs og virðingar ella leggi það einfaldlega niður. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Knattspyrnufélagið Valur hefur gefið út tilkynningu þess efnis að lið þeirra stefni ekki á að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu nema breytingar eigi sér stað á mótshaldi. Greint er frá þessu á Fótbolti.net. Þar segir að Valur skori á Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, til að breyta mótshaldi Reykjavíkurmótsins. Mótið fer vanalega fram í Egilshöll í janúar og febrúar ár hvert. Valur segir að ef það breytist ekki þá mun félagið draga bæði meistaraflokk karla og kvenna úr mótinu á næsta ári. „Reykjavíkurmótið var sett á laggirnir 1915 og var á sínum tíma glæsilegt og mikilsvert mót en vegur þess hefur minnkað í gegnum tíðina og allur sjarmi, virðing og reisn farin. Þess má geta að meistaraflokkur Vals kvenna hefur oftast farið með sigur að hólmi í þessu móti og karlalið félagsins hefur hampað Reykjavíkurbikarnum 22 sinnum þannig að við þekkjum þetta mót nokkuð vel," segir Sigurður K. Pálsson, framkvæmdastjóri Vals við Fótbolti.net. „Valur skorar á ÍBR að stórbæta umgjörð, utanumhald, leikjadagskrá og bæta við verðlaunafé og hefja þetta fornfræga mót aftur til virðingar,“ segir einnig í tilkynningunni. Hér að neðan má sjá punkta Vals um hvað má betur fara. Valur hefur farið fram á að leika sina leiki á sínum leikvelli eða sambærilegum gervigrasvöllum í borginni [KR, ÍR, Víkingur, Fylkir, Leiknir, Valur, Fjölnir, Fram og Þróttur hafa öll ágætis gervigrasvelli til umráða á sínum svæðum]. Núverandi umgjörð er lítil sem engin. Klefar og umhirða í kringum varamannaskýli ekki boðleg. Leikdagar og leiktími seint á kvöldin. Grasið / undirlagið ekki vökvað og slysahætta veruleg - ÍBR hefji mótið aftur til vegs og virðingar ella leggi það einfaldlega niður.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira