Tölvuþrjótar krefja Man Utd um lausnargjald Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:11 Manchester United vann öruggan sigur í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en í kvöld bárust fréttir þess efnis að félagið hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Matthew Peters/Getty Images Tölvuþrjótar hafa brotist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þaðan mikilvægum upplýsingum. Krefja þeir nú félagið um milljónir punda ellegar muni þeir birta upplýsingarnar. Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega. Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega.
Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira