Tölvuþrjótar krefja Man Utd um lausnargjald Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:11 Manchester United vann öruggan sigur í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en í kvöld bárust fréttir þess efnis að félagið hefði orðið fyrir árás tölvuþrjóta. Matthew Peters/Getty Images Tölvuþrjótar hafa brotist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þaðan mikilvægum upplýsingum. Krefja þeir nú félagið um milljónir punda ellegar muni þeir birta upplýsingarnar. Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega. Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Enska knattspyrnuliðið Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Nú hefur komið í ljós að liðið er einnig í ákveðnu basli utan vallar. Tölvuþrjótar vilja nefnilega fá fleiri milljónir punda frá félaginu ellegar munu þeir dreifa viðkvæmum upplýsingum félagsins á veraldarvefnum. Þetta segir í frétt enska götublaðsins Daily Mail sem birtist fyrr í kvöld. Tölvuþrjótar – eða hakkarar – eiga að hafa komist inn í tölvukerfi Manchester United og stolið þar ýmsum viðkvæmum upplýsingum og gögnum er varðar stuðningsmenn félagsins til að mynda. Man United hefur ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við árásinni en það gæti reynst of seint. Ef félagið borgar ekki fleiri milljónir punda þá munu tölvuþrjótarnir leka gögnunum. Ekki kemur fram í frétt Daily Mail um hversu margar milljónir er að ræða. Exclusive: Man United being held to ransom by hackers demanding millions to halt cyber attack https://t.co/wg8Y8YkUfe via @MailSport #mufc— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) November 26, 2020 Á síðasta ári lenti félag utan ensku úrvalsdeildarinnar í svipuðu atviki og var krafist allt að fimm milljóna punda í lausnargjald þar. Hæsta gjald sem íþróttafélag hefur greitt til að koma í veg fyrir að viðkvæmum upplýsingum sé lekið er sem stendur fjórar milljónir punda. Árásin hófst fyrir viku síðan og hefur Man Utd eins og áður sagði ráðið teymi sérfræðinga til að sporna við henni og koma í veg fyrir að þrjótarnir komist yfir fleiri gögn en þeir hafa nú þegar. Netöryggisstofnun Bretlands (National Cyber Security Centre) staðfesti í kvöld að hún væri að aðstoða við að leysa krísuna. „NCSC veit af atviki sem snýr að knattspyrnufélaginu Manchester United og vinnur nú ásamt félaginu og samstarfsaðilum þeirra í því að komast að hversu mikil áhrif þetta gæti haft,“ segir í tilkynningu öryggismiðstöðvarinnar. Man Utd hefur gefið frá sér yfirlýsingu og segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á komandi leikdaga liðsins og allar upplýsingar stuðningsmanna séu öruggar. Ef viðkvæmum upplýsingum sem félagið hefur um stuðningsmenn sína er lekið gæti félagið átt yfir höfði sér sekt upp á allt að 18 milljónir punda. Þá neitaði félagið að spekúlera í því hver gæti verið á bakvið árásina eða ástæður hennar. Árásir sem þessar eru hins vegar orðnar mun algengari en áður fyrr og virðist sem flest af stærri íþróttaliðum heims þurfi að setja meiri pening í netöryggi til að koma í veg fyrir að þetta gerist reglulega.
Fótbolti Enski boltinn Tölvuárásir Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti