Sjáðu pirraðan Klopp óska íþróttafréttamanni til hamingju eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2020 17:45 Klopp allt annað en sáttur í leikslok. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Englandsmeistara Liverpool, var vægast sagt pirraður í viðtali að loknu 1-1 jafntefli Liverpool gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Óskaði hann Des Kelly, íþróttafréttamanni BT Sport, til hamingju með meiðsli James Milner. Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Liverpool gerði sum sé 1-1 jafntefli við Brighton á Amex-vellinum í dag. Mark Brighton kom úr vítaspyrnu undir lok leiks. Þá var myndbandsdómgæslan í aðalhlutverki eins og svo oft áður en tvö mörk voru dæmd af Liverpool. Ofan á það fór James Milner meiddur af velli og Klopp því mjög ósáttur er hann mætti í viðtal hjá BT Sport í leikslok. „Við erum vanir handakrikum og merkjum á búningum en í dag var það táin, svona er þetta bara,“ sagði Klopp um rangstöður Liverpool í dag. Í kjölfarið ásakaði hann svo Kelly um að reyna búa til fyrirsagnir með því að spyrja hann um síðari vítaspyrnu Brighton í leiknum – þá sem jöfnunarmarkið kom upp úr. Klopp sagði að hann teldi að um víti væri að ræða en bæði sumir leikmenn Liverpool og Brighton töldu að svo hefði ekki endilega verið. „Já til hamingju,“ sagði Klopp aðspurður út í meiðsli James Milner en sá þýski hefur gagnrýnt mikið leikjaálag liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur. „Ekki mér persónulega," svaraði Kelly yfirvegaður. Eftir að hafa hlustað á Klopp eftir leikinn er ég mikið að velta fyrir mér hvenær hann hefði viljað spila þennan Brighton leik. Varla á morgun og eiga svo leik í Meistaradeildinni á þriðjudag gegn Ajax, eða hvað? pic.twitter.com/vdis7UnoZE— Gummi Ben (@GummiBen) November 28, 2020 Þeir ræddu einnig pirring Mo Salah sem var tekinn af velli í dag eftir að hafa æft lítið sökum kórónuveirunnar undanfarið. Chris Wilder – stjóri Sheffield United – kom til tals en hann ku ekki vilja leyfa fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildinni. Þá benti Kelly á að Klopp ætti mögulega að beina reiði sinni að ensku úrvalsdeildinni þar sem hún þarf að staðfesta alla leiktíma deildarinnar. Þetta kostulega viðtal má sjá hér að neðan. A fascinating interview between Jurgen Klopp and @TheDesKelly discussing Liverpool's draw with Brighton, the Reds' injuries and fixture schedule. pic.twitter.com/s0BhahlUsP— Football on BT Sport (@btsportfootball) November 28, 2020
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira