Chelsea mætir lærisveinum José er Roman nær þúsund leikjum sem eigandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 12:15 José Mourinho og Roman Abramovich á góðri stundu árið 2004. Peter Kenyon, þáverandi framkvæmdastjóri Chelsea, er að þvælast fyrir. Phil Cole/Getty Images Leikur Chelsea og Tottenham Hotspur klukkan 16.30 í ensku úrvalsdeildinni í dag verður 1000. leikur Chelsea í eigu auðkýfingsins Roman Abramovich. Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Það er ákveðin kaldhæðni örlaganna fólgin í því að leikurinn sé gegn liði sem José Mourinho stýrir. Maðurinn sem færði Roman – og Chelsea – hvað mestan árangur frá því Rússinn festi kaup á Lundúnaliðinu í júlí árið 2003. Ítalinn Claudio Ranieri stýrði Chelsea eftir að Roman varð eigandi Chelsea. Hann var síðan látinn fara og José kom inn í ensku úrvalsdeildina með stæl. Það sem vekur enn meiri athygli – fyrir okkur Íslendinga allavega - er að Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Chelsea eftir að Roman keypti félagið ásamt því að skora fyrsta markið eftir að Mourinho tók við. Frank Lampard, einn dáðasti leikmaður Chelsea frá upphafi og núverandi þjálfari liðsins, ræddi Roman og leikina þúsund á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. In his press conference this week, Frank Lampard reflected on the impact of Roman Abramovich ahead of the 1000th game of his ownership today and paid tribute to his childhood idol, the late Diego Maradona, who passed away this week — Chelsea FC (@ChelseaFC) November 29, 2020 Á vefsíðu Chelsea var farið yfir það sem hefur drifið á daga félagsins á þessum 17 árum undir stjórn Roman. Það er töluvert. Alls hefur liðið spilað 999 leiki, unnið 608, gert 215 jafntefli og tapað 176. Á þessum tíma hefur Chelsea skorað 1903 mörk og fengið á sig 896. Liðið hefur fimm sinnum unnið ensku úrvalsdeildina [2005, 2006, 2010, 2015 og 2017]. Chelsea vann Meistaradeild Evrópu árið 2012 og Evrópudeildina 2013 og 2019. Chelsea hefur fimm sinnum unnið enska FA-bikarinn [2007, 2009, 2010, 2012 og 2018] ásamt því að vinna enska deildarbikarinn þrívegis [2005, 2007 og 2015]. Ekkert enskt félag hefur unnið jafn marga stóra titla og Chelsea síðan Roman kom til sögunnar. Chelsea er með 16, Manchester United 14 og Manchester City sjö. Þá hefur kvennalið Chelsea einnig blómstrað undanfarin fimm ár. Liðið hefur þrívegis orðið deildarmeistari [2015, 2018 og 2020]. Það vann FA-bikarinn árin 2015 og 2018 ásamt því að vinna deildarbikarinn á þessu ári. Að lokum hefur Chelsea unnið hinn virta FA-unglingabikar alls sjö sinnum á síðustu tíu árum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45 Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Handbolti Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Henry harðorður í garð Mbappé Fótbolti Fleiri fréttir Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Sjá meira
Segir leikinn á Brúnni eins og alla aðra leiki Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það sé ekkert sérstakt fyrir hann að snúa aftur á Brúnna þar sem Mourinho var með völdin fyrir ekki svo mörgum árum. 27. nóvember 2020 17:45
Mourinho um samfélagsmiðlanotkun sína: Vill opna heim minn fyrir stuðningsmönnum José Mourinho er mættur á samfélagsmiðla og hefur til að mynda farið mikinn á Instagram á leiktíðinni. Ástæðan er sú að hann vill opna heim sinni fyrir stuðningsmönnum. 26. nóvember 2020 07:00