Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 22:53 Brynjar segir að Ísland sem samfélag geti ekki leyft fólki endalaust að fjölga á bótum. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill. Brynjar ræddi þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. „Í örorku er nánast veldisvöxtur,“ segir Brynjar. Þetta þurfi að skoða þótt umræðan sé viðkvæm. „Það er stundum eins og það megi ekki taka umræðu um svik í almannatryggingakerfinu, af því að þá er verið að ráðast á þá sem standa höllum fæti og menn setja bara alla öryrkja á sama stað,“ segir Brynjar. „Ef þróunin verður þannig að á hverjum skattgreiðanda hvílir einn öryrki og einn aldraður, þá er það orðið ansi mikið og eitthvað sem gengur auðvitað ekki til lengdar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auðvitað ekki lengur sjálfbær og þá þarf að grípa til aðgerða.“ Öryrkjum fjölgi hratt, hvernig sem staðan sé í samfélaginu. Samfélagið ráði ekki við áframhaldandi stöðu Brynjar hefur í gegnum árin verið ófeiminn við að segja það sem honum finnst. Hann hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013. „Ef það verða áfram svona margir á örorku og atvinnulausir þá er ljóst að samfélagið mun ekki hafa efni á að greiða þó þær bætur sem er verið að greiða í dag,“ segir Brynjar. Þá kunni að vera að fækki í hópnum. Ómögulegt sé að segja til um það. Hann segir hlutfall fólks á bótum ótrúlega hátt miðað við hve mikið sé gert til að bæta heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og fleira í þeim dúrnum. Heilmikill kostnaður sé lagður í þetta en öryrkjum fjölgi. Í skýrslu Kolbeins Stefánssonar, doktors í félagsfræði, frá því í fyrra kemur fram að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum. Hins vegar hafi hægt á þróuninni eftir 2005. Kolbeinn ræddi niðurstöðu skýrslu sinnar við fréttastofu í fyrra. Hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda hér á landi hafi verið 7% í janúar 2008 og 7,8% í janúar 2019. Kolbeinn telur 0,4 prósentustig af hækkuninni mega rekja til breytingar á aldurssamsetningu íbúa landsins en hin 0,4 prósentustig til annarra þátta. Verðum að þora að taka á þessu „Heildarmarkmiðið á auðvitað að vera að það séu sem fæstir á örorku, af því að þá er hægt að gera betur við þá sem þurfa á bótunum að halda. Við verðum að þora að segja á einhverjum punkti: „Þetta gengur ekki lengur“.“ Brynjar vill horfa til nágrannaþjóðanna og nota sem fyrirmyndir. Danir og Norðmenn taki mjög hart á öllu svindli á almannatryggingakerfinu. Þeirra stofnanir hafi mikil úrræði til að fylgjast vel með öllu svindli. Þessa umræðu megi ekki taka á Íslandi því þá sé maður sakaður um að vera að ráðast á fólk sem standi illa. „Við verðum á einhverjum punkti bara að þora að taka á þessu. Ef fólk er að vinna svart sem er að þiggja bætur á auðvitað bara að rannsaka það sem hver önnur svik, en það er stundum eins og það megi ekki. Við sem samfélag getum ekki leyft okkur það til lengdar að fjölga bara endalaust fólki á bótum án þess að skoða að það sé örugglega allt saman fólk sem raunverulega á að vera á þessum bótum.“ Það sé staðreynd að flestir öryrkjar hafi hærri ráðstöfunartekjur en tekjulægsta fólkið. Þá segist Brynjar vita um fjölmarga öryrkja sem drýgi tekjurnar með svartri vinnu. Því hafi hann kynnst í starfi sínu sem lögmaður. Umræðuna má sjá að neðan. Félagsmál Alþingi Tengdar fréttir Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. 20. nóvember 2020 20:01 Desemberuppbót en ekki biðraðir Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 13. nóvember 2020 12:01 Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. 28. október 2020 07:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Brynjar ræddi þessi mál í podcasti Sölva Tryggvasonar. Hann segir að girða þurfi fyrir misnotkun á kerfinu. „Í örorku er nánast veldisvöxtur,“ segir Brynjar. Þetta þurfi að skoða þótt umræðan sé viðkvæm. „Það er stundum eins og það megi ekki taka umræðu um svik í almannatryggingakerfinu, af því að þá er verið að ráðast á þá sem standa höllum fæti og menn setja bara alla öryrkja á sama stað,“ segir Brynjar. „Ef þróunin verður þannig að á hverjum skattgreiðanda hvílir einn öryrki og einn aldraður, þá er það orðið ansi mikið og eitthvað sem gengur auðvitað ekki til lengdar. Ef þeim sem nettó greiða skatt heldur stöðugt áfram að fækka, þá erum við auðvitað ekki lengur sjálfbær og þá þarf að grípa til aðgerða.“ Öryrkjum fjölgi hratt, hvernig sem staðan sé í samfélaginu. Samfélagið ráði ekki við áframhaldandi stöðu Brynjar hefur í gegnum árin verið ófeiminn við að segja það sem honum finnst. Hann hefur verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 2013. „Ef það verða áfram svona margir á örorku og atvinnulausir þá er ljóst að samfélagið mun ekki hafa efni á að greiða þó þær bætur sem er verið að greiða í dag,“ segir Brynjar. Þá kunni að vera að fækki í hópnum. Ómögulegt sé að segja til um það. Hann segir hlutfall fólks á bótum ótrúlega hátt miðað við hve mikið sé gert til að bæta heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu og fleira í þeim dúrnum. Heilmikill kostnaður sé lagður í þetta en öryrkjum fjölgi. Í skýrslu Kolbeins Stefánssonar, doktors í félagsfræði, frá því í fyrra kemur fram að örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum. Hins vegar hafi hægt á þróuninni eftir 2005. Kolbeinn ræddi niðurstöðu skýrslu sinnar við fréttastofu í fyrra. Hlutfall örorkulífeyrisþega af mannfjölda hér á landi hafi verið 7% í janúar 2008 og 7,8% í janúar 2019. Kolbeinn telur 0,4 prósentustig af hækkuninni mega rekja til breytingar á aldurssamsetningu íbúa landsins en hin 0,4 prósentustig til annarra þátta. Verðum að þora að taka á þessu „Heildarmarkmiðið á auðvitað að vera að það séu sem fæstir á örorku, af því að þá er hægt að gera betur við þá sem þurfa á bótunum að halda. Við verðum að þora að segja á einhverjum punkti: „Þetta gengur ekki lengur“.“ Brynjar vill horfa til nágrannaþjóðanna og nota sem fyrirmyndir. Danir og Norðmenn taki mjög hart á öllu svindli á almannatryggingakerfinu. Þeirra stofnanir hafi mikil úrræði til að fylgjast vel með öllu svindli. Þessa umræðu megi ekki taka á Íslandi því þá sé maður sakaður um að vera að ráðast á fólk sem standi illa. „Við verðum á einhverjum punkti bara að þora að taka á þessu. Ef fólk er að vinna svart sem er að þiggja bætur á auðvitað bara að rannsaka það sem hver önnur svik, en það er stundum eins og það megi ekki. Við sem samfélag getum ekki leyft okkur það til lengdar að fjölga bara endalaust fólki á bótum án þess að skoða að það sé örugglega allt saman fólk sem raunverulega á að vera á þessum bótum.“ Það sé staðreynd að flestir öryrkjar hafi hærri ráðstöfunartekjur en tekjulægsta fólkið. Þá segist Brynjar vita um fjölmarga öryrkja sem drýgi tekjurnar með svartri vinnu. Því hafi hann kynnst í starfi sínu sem lögmaður. Umræðuna má sjá að neðan.
Félagsmál Alþingi Tengdar fréttir Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00 Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. 20. nóvember 2020 20:01 Desemberuppbót en ekki biðraðir Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 13. nóvember 2020 12:01 Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. 28. október 2020 07:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Fordæmir að fátækir þurfi að híma í biðröðum eftir mat Samhæfingarstjóri samtaka fólks í fátækt segir niðurlægjandi að þurfa að bíða í röð eftir aðstoð hjálparsamtaka og óskar eftir að fyrirkomulaginu verði breytt. Fjórfalt fleiri glími við fátækt nú en í upphafi árs. Meiri örvænting einkenni þá sem nái ekki endum saman. 26. nóvember 2020 19:00
Segir efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í dag gott skref en enn sé langt í land Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum. 20. nóvember 2020 20:01
Desemberuppbót en ekki biðraðir Við vitum öll að sú kreppa sem nú gengur yfir kemur afar misjafnt niður á fólki eftir aldri, atvinnugreinum og búsetu. Ósk eftir aðstoð frá hjálparsamtökum hefur aukist til muna og sama má segja um beiðnir um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 13. nóvember 2020 12:01
Bjarni segir að útgjöld til velferðarmála hafi aukist en ekki verið skert Fjármálaráðherra segir að útgjöld til velferðarmála hafi snar aukist hér á landi og að nú fari um fjórðungur allra skatttekna og tryggingagjalda til almannatrygginga, sem sé tvöföldun frá árinu 2013. 28. október 2020 07:03