„Vejle byrjaði þetta ekki, það gerði Kjartan Finnbogason“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. desember 2020 11:30 Kjartan Henry fagnar marki með Vejle á síðustu leiktíð. Nú er hann orðinn leikmaður Horsens, á nýjan leik. Lars Ronbog/Getty Vejle gefur lítið fyrir viðtalið sem Kjartan Henry Finnbogason veitti sjónvarpsstöðinni Canal 9 um helgina. Jacob Krüger, yfirmaður knattspyrnumála hjá Vejle, gefur lítið fyrir ummæli Kjartans Henry Finnbogason sem hann lét hafa eftir sér í viðtali við Canal 9 um helgina. Þar fór íslenski framherjinn yfir brottför sína frá Vejle í síðasta mánuði. Þann 14. september síðastliðinn fór Kjartan Henry í viðtal eftir tap Vejle gegn AGF á útivelli. Kjartan kom inn af bekknum og gerði góða hluti. Hann skildi lítið í því að hann væri á bekknum en sagði hins vegar að nýir leikmenn hefðu verið keyptir inn af eigandanum sem gerðu kröfu á að spila. Kjartan Finnbogason frustreret med rolle: Jeg fortjener mere tillid #sldk https://t.co/0jhAir65uL— tipsbladet.dk (@tipsbladet) September 14, 2020 Um helgina steig Kjartan svo fram í fyrsta skipti eftir skiptin frá Vejle til Horsens. Þar fór hann yfir alla atburðarásina en Vísir birti hluta af viðtalinu í morgun. Í leik Horsens og Velje um helgina fékk svo yfirmaðurinn hjá Vejle möguleikann á að svara fyrir sig og var spurður hvort að hann væri sammála frásögn Kjartans. „Nei, ég er ekki sammála Kjartani. Okkur fannst þetta ekki vera svona dramatískt og þetta var íþróttaleg ákvörðun. Kjartan hefur gert mikið fyrir Vejle í eitt og hálft ár og við berum virðingu fyrir því en á nýju tímabili náum við í nýjan framherja [Rafel] úr Seria A og erum með Wahid Faghir. Við spilum með einn framherja og Kjartan er númer þrjú í röðinni, svo það var klárt að við vildum finna einhvern möguleika fyrir Kjartan. Það er kjarninn í þessu máli.“ „Þegar maður verður 34 ára þá fer það þessa leið fyrir flesta og það getur verið erfitt fyrir einhverja spilara. Þetta hefur klárlega verið það fyrir Kjartan. Við höfum aldrei sent hann niður í U19-ára liðið ef það er það sem þú ert að segja eða Kjartan sagði.“ Vejle Boldklub ophæver med Kjartan Finnbogason #sldk #transferdk https://t.co/ULL1yNBqhc— tipsbladet.dk (@tipsbladet) October 6, 2020 „Við spiluðum fyrsta leikinn í Árósum. Þar var Kjartan á bekknum og fékk þrjátíu mínútur. Kjartan fór svo í viðtal eftir leikinn og það var ekki klókt hjá honum það sem hann sagði. Við vorum ekki ánægðir með það viðtal. Hann setur sig yfir liðið, liðsfélagana og setur spurningarmerki við þjálfarann og eigandann. Það hefur sjaldan verið klókt í neinu fyrirtæki og það er það heldur ekki hér. Svo auðvitað erum við ósáttir við þetta viðtal.“ Einhverjum fannst Kjartan gefa það í skyn í viðtalinu eftir leikinn að það væri eigandi Vejle sem myndi velja liðið en ekki þjálfarinn sjálfur, Constantin Gâlcă. Kjartan hefur þó sagt að það hafið verið rangtúlkað en Jacob segir að þjálfarinn velji liðið. „Ég var í viðtali eftir FCK leikinn og sagði þar að við erum með þjálfara sem 100% velur liðið. Kjartan er ekki í hópnum gegn FCK og þá hefur þjálfarinn ekki fengið frá hvorki eigandanum eða stjórninni að Kjartan megi ekki vera með svo þetta er íþróttaleg ákvörðun.“ Í umræddu viðtali sagði Kjartan að eftir að honum var meinað að æfa með aðalliðinu þá hafi hann verið látinn æfa með U19-ára liðinu. Jacob segir það ekki rétt. „Við berum mikla virðingu fyrir því sem Kjartan gerði í þetta eina og hálfa ár hjá okkur og hann gerði margt gott fyrir okkur. Ég sagði við hann að hann gæti fengið fjögurra til fimm daga frí og við finnum góða lausn á þessu. Hann vildi sjálfur æfa og það er klárt að þegar það er ekki með aðalliðinu þá er það með U19-ára liðinu. Ég sagði við Kjartan að við viljum ekki refsa mönnum og við vildum heldur ekki gera það með Kjartan. Kjartan bað um að fá að æfa og það er klárt, að þá er það með U19-ára liðinu.“ Hvis I endnu ikke har set det:Det store interview med Kjartan Finnbogason om sit exit fra Vejle. https://t.co/lPW6L1YtJz— Kian Fonoudi (@Fonoudi6eren) December 1, 2020 „Það er þjálfari sem tekur þessa ákvörðun. Honum fannst þetta vega of mikið í hópnum og hann tók þá ákvörðun að Kjartan væri ekki hluti af hópnum lengur. Það er klárt að daginn eftir kem ég svo í spil, þar sem ég þarf að finna bestu mögulegu lausnina fyrir Vejle og Kjartan.“ Það er enginn eftirsjá í Vejle hvernig þeir afgreiddu málin með Kjartan, sem var einn lykilmaðurinn í því að liðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu. „Ég sé ekki eftir neinu, hvernig við höndluðum þetta mál. Við höfum virkilega reynt að finna bestu lausnina fyrir Vejle og Kjartan - og við skulum muna að það sem byrjar þetta er viðtalið í Árósum. Það er ekki Vejle sem fer út og gerir eitthvað. Viðtalið hans í Árósum er ekki sagt með virðingu fyrir félaginu, eigandanum eða liðsfélögum sínum. Vejle byrjaði þetta ekki - Kjartan Finnbogason byrjaði þetta.“ Se Jacob Krügers svar på tiltale her:https://t.co/DGxmubc3Ts— 6'eren (@6erendk) November 29, 2020 „Það er líklega það [viðtalið] sem gerir það að verkum að þjálfarinn metur það þannig. Það er að minnsta kosti einn hluti af því,“ sagði Jacob. Hann skilur þó Kjartan. „Ég skil að hann er fúll og maður vonast eftir því að öll sambönd endi vel, sérstaklega þegar hann hefur gert þetta sem hann gerði, en svona er þetta stundum í fótbolta. Kjartan er kominn til baka til Horsens og ég er glaður fyrir hans hönd. Við höfum fundið lausn í Vejle og vonandi góð lausn fyrir Kjartan einnig.“ Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. 4. desember 2020 07:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Jacob Krüger, yfirmaður knattspyrnumála hjá Vejle, gefur lítið fyrir ummæli Kjartans Henry Finnbogason sem hann lét hafa eftir sér í viðtali við Canal 9 um helgina. Þar fór íslenski framherjinn yfir brottför sína frá Vejle í síðasta mánuði. Þann 14. september síðastliðinn fór Kjartan Henry í viðtal eftir tap Vejle gegn AGF á útivelli. Kjartan kom inn af bekknum og gerði góða hluti. Hann skildi lítið í því að hann væri á bekknum en sagði hins vegar að nýir leikmenn hefðu verið keyptir inn af eigandanum sem gerðu kröfu á að spila. Kjartan Finnbogason frustreret med rolle: Jeg fortjener mere tillid #sldk https://t.co/0jhAir65uL— tipsbladet.dk (@tipsbladet) September 14, 2020 Um helgina steig Kjartan svo fram í fyrsta skipti eftir skiptin frá Vejle til Horsens. Þar fór hann yfir alla atburðarásina en Vísir birti hluta af viðtalinu í morgun. Í leik Horsens og Velje um helgina fékk svo yfirmaðurinn hjá Vejle möguleikann á að svara fyrir sig og var spurður hvort að hann væri sammála frásögn Kjartans. „Nei, ég er ekki sammála Kjartani. Okkur fannst þetta ekki vera svona dramatískt og þetta var íþróttaleg ákvörðun. Kjartan hefur gert mikið fyrir Vejle í eitt og hálft ár og við berum virðingu fyrir því en á nýju tímabili náum við í nýjan framherja [Rafel] úr Seria A og erum með Wahid Faghir. Við spilum með einn framherja og Kjartan er númer þrjú í röðinni, svo það var klárt að við vildum finna einhvern möguleika fyrir Kjartan. Það er kjarninn í þessu máli.“ „Þegar maður verður 34 ára þá fer það þessa leið fyrir flesta og það getur verið erfitt fyrir einhverja spilara. Þetta hefur klárlega verið það fyrir Kjartan. Við höfum aldrei sent hann niður í U19-ára liðið ef það er það sem þú ert að segja eða Kjartan sagði.“ Vejle Boldklub ophæver med Kjartan Finnbogason #sldk #transferdk https://t.co/ULL1yNBqhc— tipsbladet.dk (@tipsbladet) October 6, 2020 „Við spiluðum fyrsta leikinn í Árósum. Þar var Kjartan á bekknum og fékk þrjátíu mínútur. Kjartan fór svo í viðtal eftir leikinn og það var ekki klókt hjá honum það sem hann sagði. Við vorum ekki ánægðir með það viðtal. Hann setur sig yfir liðið, liðsfélagana og setur spurningarmerki við þjálfarann og eigandann. Það hefur sjaldan verið klókt í neinu fyrirtæki og það er það heldur ekki hér. Svo auðvitað erum við ósáttir við þetta viðtal.“ Einhverjum fannst Kjartan gefa það í skyn í viðtalinu eftir leikinn að það væri eigandi Vejle sem myndi velja liðið en ekki þjálfarinn sjálfur, Constantin Gâlcă. Kjartan hefur þó sagt að það hafið verið rangtúlkað en Jacob segir að þjálfarinn velji liðið. „Ég var í viðtali eftir FCK leikinn og sagði þar að við erum með þjálfara sem 100% velur liðið. Kjartan er ekki í hópnum gegn FCK og þá hefur þjálfarinn ekki fengið frá hvorki eigandanum eða stjórninni að Kjartan megi ekki vera með svo þetta er íþróttaleg ákvörðun.“ Í umræddu viðtali sagði Kjartan að eftir að honum var meinað að æfa með aðalliðinu þá hafi hann verið látinn æfa með U19-ára liðinu. Jacob segir það ekki rétt. „Við berum mikla virðingu fyrir því sem Kjartan gerði í þetta eina og hálfa ár hjá okkur og hann gerði margt gott fyrir okkur. Ég sagði við hann að hann gæti fengið fjögurra til fimm daga frí og við finnum góða lausn á þessu. Hann vildi sjálfur æfa og það er klárt að þegar það er ekki með aðalliðinu þá er það með U19-ára liðinu. Ég sagði við Kjartan að við viljum ekki refsa mönnum og við vildum heldur ekki gera það með Kjartan. Kjartan bað um að fá að æfa og það er klárt, að þá er það með U19-ára liðinu.“ Hvis I endnu ikke har set det:Det store interview med Kjartan Finnbogason om sit exit fra Vejle. https://t.co/lPW6L1YtJz— Kian Fonoudi (@Fonoudi6eren) December 1, 2020 „Það er þjálfari sem tekur þessa ákvörðun. Honum fannst þetta vega of mikið í hópnum og hann tók þá ákvörðun að Kjartan væri ekki hluti af hópnum lengur. Það er klárt að daginn eftir kem ég svo í spil, þar sem ég þarf að finna bestu mögulegu lausnina fyrir Vejle og Kjartan.“ Það er enginn eftirsjá í Vejle hvernig þeir afgreiddu málin með Kjartan, sem var einn lykilmaðurinn í því að liðið vann sér aftur sæti í deild þeirra bestu. „Ég sé ekki eftir neinu, hvernig við höndluðum þetta mál. Við höfum virkilega reynt að finna bestu lausnina fyrir Vejle og Kjartan - og við skulum muna að það sem byrjar þetta er viðtalið í Árósum. Það er ekki Vejle sem fer út og gerir eitthvað. Viðtalið hans í Árósum er ekki sagt með virðingu fyrir félaginu, eigandanum eða liðsfélögum sínum. Vejle byrjaði þetta ekki - Kjartan Finnbogason byrjaði þetta.“ Se Jacob Krügers svar på tiltale her:https://t.co/DGxmubc3Ts— 6'eren (@6erendk) November 29, 2020 „Það er líklega það [viðtalið] sem gerir það að verkum að þjálfarinn metur það þannig. Það er að minnsta kosti einn hluti af því,“ sagði Jacob. Hann skilur þó Kjartan. „Ég skil að hann er fúll og maður vonast eftir því að öll sambönd endi vel, sérstaklega þegar hann hefur gert þetta sem hann gerði, en svona er þetta stundum í fótbolta. Kjartan er kominn til baka til Horsens og ég er glaður fyrir hans hönd. Við höfum fundið lausn í Vejle og vonandi góð lausn fyrir Kjartan einnig.“
Danski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. 4. desember 2020 07:00 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. 4. desember 2020 07:00