Fögnuðu óvæntum sigri í máli sem gæti kostað ríkið milljarða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. desember 2020 12:42 Hjónin Erla og Finnbjörn fögnuðu sigrinum í gær. Þau átti ekki von á að dómurinn myndi falla þeim í hag en segja málinu að öllum líkindum ekki lokið. AÐSEND Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða. Dómurinn sé sigur fyrir lántakendur. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla. Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs (nú ÍL-sjóðs) ólögmæta í gær og gæti Ríkissjóður því þurft að greiða lántakendum hjá sjóðnum á annan tug milljarða vegna lána sem veitt voru árin 2005-2013. Erla Stefánsdóttir vann sigur í málinu í gær. Hún skellti upp úr þegar fréttamaður spurði hana hvort hún hafi verið sigurviss. „Nei við vorum ekki örugg um að niðurstaðan yrði þessi. Það eru aðrir búnir að fara í þessa vegferð, margir búnir að spyrja spurninga og oft búið að segja nei. Þannig nei við vorum það alls ekki. Ég átti engan vegin von á því að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Erla Stefánsdóttir sem hafði mikla trú á sínum lögfræðingi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið. Heimild ÍL-sjóðs til uppgreiðsluþóknunar var byggð á neyðarheimild sem átti að vera hugsuð til að forða áhlaupi og koma í veg fyrir að stórkostlegar uppgreiðslur gætu leitt til fjárþrots hans, en að mati dómsins var heimildin ekki geta verið grundvöllur að löglegri álagningu slíkra gjalda. „Þetta er eina fjármálastofnunin á Íslandi sem er að rukka uppgreiðsluþóknun með þessu tagi. Aðrar eru bara með tvö prósent frá þessum tíma, það er hæsta mögulega uppgreiðslugjald hjá öðrum fjármálastofnunum. Íbúðalánasjóður er einstakt dæmi um innheimtu uppgreiðslufjámuna,“ sagði Erla. Uppgreiðsluþóknun í tilviki Erlu var sextán prósent. Málinu mögulega ekki lokið Hún segir dóminn mikinn sigur fyrir lántakendur. „Þetta eru töluverðar fjárhæðir á mánuði fyrir fólk og þetta skiptir ótrúlega miklu fyrir væntanlega marga.“ Erla segir málinu þó að öllum líkindum ekki lokið. „Mér finnst líklegt að Íbúðalánasjóður muni áfrýja þessu þó ég sé ekki bjartsýn fyrir þeirra hönd. Ég held að það verði erfitt fyrir Landsrétt eða Hæstarétt að hafna þessari niðurstöðu. Ég trúi því. Þetta er spurning um að bíða og vera rólegur,“ sagði Erla.
Dómsmál Neytendur Húsnæðismál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira