Styttra síðan að Hannes varði víti Messi en síðan Messi og Ronaldo mættust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 12:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi verða á sama velli í kvöld í fyrsta sinn síðan í maí 2018. Getty/Angel Martinez Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í kvöld í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir jól og í fyrsta sinn síðan 2018. „Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
„Metingurinn“ á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hefur heltekið knattspyrnuheiminn í meira en áratug og í kvöld gæti mögulega verið spilaður einn af síðustu leikjunum þar sem þeir mætast inn á knattspyrnuvellinum. Lið Juventus og Barcelona eru búin að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en það breytir því ekki að margra augu verða örugglega á leik liðanna í kvöld. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust að minnsta kosti tvisvar á ári þegar Ronaldo lék á Spáni en það eru meira en 31 mánuður síðan þeir mættust síðast inn á knattspyrnuvellinum. Það er styttra síðan að Hannes Þór Halldórsson varði víti frá Lionel Messi á HM en frá því að Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mættust síðast sem var í maí 2018. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa verið tveir bestu knattspyrnumenn heims síðan að Cristiano Ronaldi var undan að fá Gullboltann árið 2008. Næstu níu ár skiptust þeir á því að vinna Gullboltann og Messi komst upp fyrir Ronaldo með því að vinna hann í sjötta sinn árið 2019. Messi and Ronaldo meet again on Tuesday pic.twitter.com/7oSQxhXuVJ— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 7, 2020 Þeir félagar áttu að mætast í fyrri leiknum en Cristiano Ronaldo fékk kórónuveiruna og missti af þeim leik. Lionel Messi skoraði þá úr víti í 2-0 sigri Barcelona. Þessi úrslit þýða að Juventus þarf þriggja marka sigur til að vinna riðilinn. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum á knattspyrnuvellinum og hefur Messi haft betur bæði hvað varðar sigra (16 á móti 10) og mörkum skoruðu (22 á móti 19). Þeir voru reyndar með jafnmörg mörk eftir 31. innbyrðis leik sinn en Lionel Messi hefur skoraði fjórum leikjum þeirra í röð, samtals fimm mörk, á móti aðeins tveimur frá Ronaldo. Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Barcelona, hefur hvílt Lionel Messi í síðustu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni eða eftir að liðið hafði unnið fyrstu þrjá leikina, Koeman lofaði því að Messi fengi að spila leikinn í kvöld. „Leo og Ronaldo eru tveir frábærir leikmenn sem hafa verið svo gaman að fylgjast með í langan tíma,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir hafa verið bestu knattspyrnumenn heims undanfarin fimmtán ár og hafa á þeim tíma náð svo miklum árangri. Þetta er mjög ólíkir leikmenn en ég dáist af þeim báðum. Þeir hafa gefið okkur svo mörg frábær kvöld og ég vona að við fáum að sjá þá báða í þessum leik,“ sagði Ronald Koeman. This time tomorrow: Messi vs. Ronaldo pic.twitter.com/MOyWOTbsEh— B/R Football (@brfootball) December 7, 2020 Leikur Barcelona og Juventus verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit-Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), RB Leipzig-Manchester United (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 4) og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira