Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. desember 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“ Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira