Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 09:48 Ingólfur og Jóhanna reyna fyrir sér á leiksviðinu. Mynd/saga sig Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. Jóhanna Guðrún verður í hlutverki Sandy, sem bresk-ástralska leik- og söngkonan Olivia Newton-John lék, og gerði hana heimsfræga. „Það er algjör draumur að taka þátt, við Ingó höfum talað um það í mörg ár hvað það yrði gaman að taka þátt í svona sýningu saman,“ segir Jóhanna Guðrún, sem er spennt fyrir hlutverkinu, en hún hefur áður tekið þátt í uppfærslum á lögum ABBA. „Svo er ég brjálaður Grease aðdáandi frá blautu barnsbeini. Aðspurð segir hún að uppáhalds lag hennar úr kvikmyndinni sé Hopelessly Devoted To You. „Ég elska öll lögin úr myndinni, en ef ég verð að velja eitt þá er það Hopelessly Devoted To You, það er svo fallegt og mikið söngkonu lag.” Ingó verður í hlutverki Danny, sem bandaríski töffarinn og dansarinn John Travolta lék og heillaði okkur upp úr skónum. „Ég er spenntur að taka þátt í sýningunni því ég er ekki mikill leikhúskall. Fer frekar bara alltaf á Grease því það eru góð lög og einföld saga sem gengur upp,“ segir Ingó, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í tónleikasýningu eins og þessari. Uppáhaldslag hans úr Grease We Go Together. „Maður kemst bara í gott skap við það lag og svo er það mikill dans og mig dauðlangar að geta dansað.“ Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, sem áður hefur meðal annars tekið þátt í ABBA uppfærslum með Jóhönnu Guðrúnu, og Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar DIMMU verða Jóhönnu Guðrúnu og Ingó til halds og trausts, auk söngvara og annars listafólks, sem munu sjá til þess að ekkert verður til sparað á tónleikunum í Laugardalshöll til að gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta. Miðasala hefst 15. Desember á tix.is. Tónlist Menning Leikhús Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Jóhanna Guðrún verður í hlutverki Sandy, sem bresk-ástralska leik- og söngkonan Olivia Newton-John lék, og gerði hana heimsfræga. „Það er algjör draumur að taka þátt, við Ingó höfum talað um það í mörg ár hvað það yrði gaman að taka þátt í svona sýningu saman,“ segir Jóhanna Guðrún, sem er spennt fyrir hlutverkinu, en hún hefur áður tekið þátt í uppfærslum á lögum ABBA. „Svo er ég brjálaður Grease aðdáandi frá blautu barnsbeini. Aðspurð segir hún að uppáhalds lag hennar úr kvikmyndinni sé Hopelessly Devoted To You. „Ég elska öll lögin úr myndinni, en ef ég verð að velja eitt þá er það Hopelessly Devoted To You, það er svo fallegt og mikið söngkonu lag.” Ingó verður í hlutverki Danny, sem bandaríski töffarinn og dansarinn John Travolta lék og heillaði okkur upp úr skónum. „Ég er spenntur að taka þátt í sýningunni því ég er ekki mikill leikhúskall. Fer frekar bara alltaf á Grease því það eru góð lög og einföld saga sem gengur upp,“ segir Ingó, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur þátt í tónleikasýningu eins og þessari. Uppáhaldslag hans úr Grease We Go Together. „Maður kemst bara í gott skap við það lag og svo er það mikill dans og mig dauðlangar að geta dansað.“ Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, sem áður hefur meðal annars tekið þátt í ABBA uppfærslum með Jóhönnu Guðrúnu, og Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar DIMMU verða Jóhönnu Guðrúnu og Ingó til halds og trausts, auk söngvara og annars listafólks, sem munu sjá til þess að ekkert verður til sparað á tónleikunum í Laugardalshöll til að gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta. Miðasala hefst 15. Desember á tix.is.
Tónlist Menning Leikhús Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira