„Vá stendur fyrir dyrum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. desember 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/Vilhelm Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð. Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“ Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stjórnvöld eru í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu í markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar rætt er um þennan samdrátt er miðað við heildarlosun árið 1990 og samkvæmt fyrra markmiði átti hún að minnka um 40% fyrir árið 2030. Nú á samdrátturinn að vera 55%. Hlutur Íslendinga vex úr 29% í 40 til 45% að sögn forsætisráðherra. „Þannig við stefnum á að gera hlutina hraðar. Og það er mikilvægt. Vegna þess að það er vá sem stendur fyrir dyrum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er samdrátturinn nú, miðað við árið 1990, í kringum sex til sjö prósent. Langur vegur er því fyrir höndum. Katrín segir tækifæri liggja víða í umhverfisvænni lausnum, líkt og í landbúnaði, sjávarútvegi og samgöngum. „Það er hægt að ráðast hraðar í orkuskipti með breyttum ferðavenjum. En líka bara í öllum geirum atvinnulífsins.“ Einnig á að vinna hraðar í að ná kolefnishlutleysi, nú innan tíu ára í stað tuttugu. Formaður Samfylkingar sagði á Alþingi í dag að markmiðin væru ófjármögnuð. Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar.vísir/Vilhelm „Billegt kosningaloforð?“ „Er ríkisstjórnin ekki heldur ósamstíga ef fjármálaráðherra er ekki tilbúinn að fjármagna markmið forsætisráðherra og formanns Vinstri Grænna í fjárlögum?“ spurði Logi Einarsson í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Er þetta einungis billegt kosningaloforð úr forsætisráðuneytinu?“ Katrín tekur fyrir þetta. „Ég held að formaður Samfylkingar verði bara að horfast í augu við það að engin ríkisstjórn hefur gert jafn mikið í loftslagsmálum og sú ríkistjórn sem nú situr og okkur er fúlasta alvara með því að ná raunverulegum árangri. Það sýna auðvitað fyrri aðgerðaáætlanir, stórauknar fjárveitingar og þau metnaðarfullu markmið sem ég vona bara að eigi eftir að hafa veruleg áhrif.“
Alþingi Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira