Fótbolti

Mikil reiði er FCK til­kynnti um æfinga­ferð til Dúbaí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og félagar eru á leið til Dúbaí í janúar við litla hrifningu margra.
Ragnar Sigurðsson og félagar eru á leið til Dúbaí í janúar við litla hrifningu margra. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images)

FCK tilkynnti í gær að þeir myndu hætta við æfingaferð til Portúgal og fara til Dúbaí í staðinn. Stuðningsmenn sem og annað málsmetandi fólk í Danmörku er allt annað en við sátt við þessa ákvörðun.

Mörg dönsk félög hafa nú þegar ákveðið að fara ekki út fyrir landsteinana í æfingaferð vegna kórónuveirufaraldursins en FCK hefur ákveðið að ferðast til Dúbaí.

Ragnar Sigurðsson og félagar fara til Dúbaí 10. til 25. janúar en það er með sanni hægt að segja að fólk er langt frá því að vera sátt með ferðalag stórliðsins til arabísku furstadæmanna.

Margir stuðningsmenn liðsins eru ósáttir með að félagið fari til Dúbaí, vegna þess hvernig farið er með verkamenn þar í landi.

Stjórnvöld þar í landi oftar en einu sinni verið gagnrýnd fyrir þeirra framgang hvað varðar vinnufólk þar í landi.

Trine Christensen, framkvæmdastýra Amnesty International, gagnrýndi FCK í yfirlýsingu fyrr í dag og segir FCK styðja við mannréttindabrot við að ferðast til landsins.

FCK hætti við að ferðast til Portúgal vegna þess að hluta af æfingasvæðinu sem þeir ætluðu að vera á hefur verið lokað sem og erfiðara er að finna æfingaleiki þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×