„Þarft framtak að líta okkur nær“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. desember 2020 09:01 Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hvetur fólk til að styðja við íslenska hönnun. Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Miðstöð hönnunar og arkitektúrs á Íslandi hefur tekið saman lista yfir allar þær verslanir hér á landi sem selja íslenska hönnun. Markmiðið er að einfalda leit að íslenskri hönnunarvöru, hvort sem það er í þeim tilgangi að fegra heimilið, bæta við fataskápinn, versla gjafir eða annað. „Við vildum koma þessu öllu undir sama hatt,“ segir Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í samtali við Vísi. Stuðningur við innlenda hönnun „Markmiðið er að sýna hversu öflugt hönnunarsamfélagið er á Íslandi og við eigum svo mikið af flottum hönnuðum sem eru að búa til hluti og selja. Þetta endurspeglar svo vel fjölbreytnina og gróskuna í íslenskri hönnun, það er eitthvað fyrir alla.“ Á þessari nýju síðu er nú hægt að finna allt á sama stað og er verslununum skipt upp í nokkra flokka. Á listanum eru bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og einnig netverslanir. Sömuleiðis má finna beina tengla á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur. HönnunarMars var einstaklega fjölbreytt í sumar. Skólavörðustígur - Hafnarborg - Lækjartorg - Hönnunarsafn Íslands.Vísir/Vilhelm „Sömuleiðis viljum við bara á þessum tímum, bæði því það er desember og það er árið 2020, þá er þarft framtak að líta okkur nær og styðja við innlenda hönnun og framleiðslu.“ Síðan er komin í loftið en enn eru að bætast verslanir á listann. Listinn er í stöðugri þróun og eru allir þeir sem selja íslenska hönnun og vilja vera á þessum lista hvattir til að senda línu á info@honnunarmidstod.is. Í sumar fór Miðstöð hönnunar og arkitektúr af stað með vefsíðu sem birtir fréttir og umfjallanir um hönnun hér á landi, bæði fyrir fjölmiðla og almenning. Úrvalið í íslenskri hönnun er einstaklega fjölbreytt og sífellt bætast hönnuðir, merki og verslanir á listann.Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Ákveðin hvatning til Íslendinga „Með þessu erum við bæði að reyna að leiðbeina og einfalda fyrir almenning og aðra að finna þessar vörur.“ Álfrún segir að þetta sé kjörinn tími til að kynna sér þá fjölbreytni sem finna má innan íslenska hönnunarsamfélagsins. Hún segir að síðan hafi strax fengið góðar undirtektir, enda sé framsetningin einföld. „Við viljum að þetta sé ákveðin hvatning líka, að fólk finni sér eitthvað á þessum lista. Það er svo ótrúlega fjölbreytt úrval til sem ekki endilega allir þekkja. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta núna í desember en líka bara allan ársins hring. Þessi síða á að endurspegla svolítið það sem er að gerast í hönnunarsamfélaginu hér á Íslandi.“ Tíska og hönnun HönnunarMars Jól Verslun Tengdar fréttir „Ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt“ „Það er ótrúlegur léttir að geta sagt að HönnunarMars í júní hafi farið fram úr björtustu vonum teymisins og við eru í skýjunum með hversu frábærlega vel til tókst með hátíðina,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar. 2. júlí 2020 20:00 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni. 4. desember 2020 16:30 Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00 „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020. 5. desember 2020 12:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Við vildum koma þessu öllu undir sama hatt,“ segir Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í samtali við Vísi. Stuðningur við innlenda hönnun „Markmiðið er að sýna hversu öflugt hönnunarsamfélagið er á Íslandi og við eigum svo mikið af flottum hönnuðum sem eru að búa til hluti og selja. Þetta endurspeglar svo vel fjölbreytnina og gróskuna í íslenskri hönnun, það er eitthvað fyrir alla.“ Á þessari nýju síðu er nú hægt að finna allt á sama stað og er verslununum skipt upp í nokkra flokka. Á listanum eru bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum og einnig netverslanir. Sömuleiðis má finna beina tengla á verslanir hönnuða og heimasíður sem selja vörur. HönnunarMars var einstaklega fjölbreytt í sumar. Skólavörðustígur - Hafnarborg - Lækjartorg - Hönnunarsafn Íslands.Vísir/Vilhelm „Sömuleiðis viljum við bara á þessum tímum, bæði því það er desember og það er árið 2020, þá er þarft framtak að líta okkur nær og styðja við innlenda hönnun og framleiðslu.“ Síðan er komin í loftið en enn eru að bætast verslanir á listann. Listinn er í stöðugri þróun og eru allir þeir sem selja íslenska hönnun og vilja vera á þessum lista hvattir til að senda línu á info@honnunarmidstod.is. Í sumar fór Miðstöð hönnunar og arkitektúr af stað með vefsíðu sem birtir fréttir og umfjallanir um hönnun hér á landi, bæði fyrir fjölmiðla og almenning. Úrvalið í íslenskri hönnun er einstaklega fjölbreytt og sífellt bætast hönnuðir, merki og verslanir á listann.Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Ákveðin hvatning til Íslendinga „Með þessu erum við bæði að reyna að leiðbeina og einfalda fyrir almenning og aðra að finna þessar vörur.“ Álfrún segir að þetta sé kjörinn tími til að kynna sér þá fjölbreytni sem finna má innan íslenska hönnunarsamfélagsins. Hún segir að síðan hafi strax fengið góðar undirtektir, enda sé framsetningin einföld. „Við viljum að þetta sé ákveðin hvatning líka, að fólk finni sér eitthvað á þessum lista. Það er svo ótrúlega fjölbreytt úrval til sem ekki endilega allir þekkja. Ég vona að fólk geti nýtt sér þetta núna í desember en líka bara allan ársins hring. Þessi síða á að endurspegla svolítið það sem er að gerast í hönnunarsamfélaginu hér á Íslandi.“
Tíska og hönnun HönnunarMars Jól Verslun Tengdar fréttir „Ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt“ „Það er ótrúlegur léttir að geta sagt að HönnunarMars í júní hafi farið fram úr björtustu vonum teymisins og við eru í skýjunum með hversu frábærlega vel til tókst með hátíðina,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar. 2. júlí 2020 20:00 Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31 Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni. 4. desember 2020 16:30 Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00 „Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33 Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020. 5. desember 2020 12:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ávallt meðvituð um að við gætum þurft að hætta við allt“ „Það er ótrúlegur léttir að geta sagt að HönnunarMars í júní hafi farið fram úr björtustu vonum teymisins og við eru í skýjunum með hversu frábærlega vel til tókst með hátíðina,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi hátíðarinnar. 2. júlí 2020 20:00
Kalda töskur, Genki snjallhringurinn og stafrænt strokhljóðfæri á meðal styrkþega Hönnunarsjóður úthlutaði í dag 18 styrkjum til ólíkra verkefna á vegum hönnunar og arkitektúrs. Að þessu sinni voru 17 milljónum úthlutað en alls bárust 122 umsóknir um 230 milljónir samkvæmt tilkynningu frá Hönnunarmiðstöð Íslands. 15. október 2020 16:31
Einstakur myndaþáttur Viðars Loga tekinn í ljósaskiptunum Herferðin „Íslensk flík“ er farin aftur af stað, en verkefnið vakti mikla athygli á HönnunarMars í sumar. Íslensk flík er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni. 4. desember 2020 16:30
Stofnuðu fyrirtækið svo þeir gætu boðið kærustunum veglega út að borða „Kormákur & Skjöldur er 25 ára gamalt vörumerki sem að hefur svolítið skemmtilega sögu í raun. Vegna þess að hún var eingöngu stofnuð á milli jóla og nýárs fyrir 25 árum, bara til að búa til pening þannig að Kormákur og Skjöldur gætu farið með kærusturnar veglega út að borða á nýárskvöld, það var nú ekki dýpra en það.“ 10. desember 2020 14:00
„Þetta er eiginlega eins og fjársjóðsleit“ „Hluti af hugmyndafræðinni á bakvið Aftur er að sýna fólki fram á að það eru aðrar leiðir til að vera í tísku, starfa innan tískunnar, að endurvinna eldri fatnað til að búa til nútímafatnað,“ segir Bára Hólmgeirsdóttir hönnuður, eigandi og stofnandi Aftur. 3. desember 2020 10:33
Hönnuðu jólaketti úr notuðum barnafötum Jólakettir úr notuðum barnafötum frá Rauða krossinum á Íslandi prýða þessa dagana glugga Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg 12. Rammagerðin fékk vöruhönnuðina Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðardóttur til liðs við sig til að hanna jólakött ársins 2020. 5. desember 2020 12:00