Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 12:31 Ari Freyr Skúlason væri til í að sjá Lars taka við íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39
Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30