Ari Freyr vill sjá Lars taka við landsliðinu og stefnir sjálfur til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 12:31 Ari Freyr Skúlason væri til í að sjá Lars taka við íslenska karlalandsliðinu. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason segist vilja sjá Lars Lagerbäck sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Vinstri bakvörðurinn segist vera skoða sín mál og það komi til greina að spila í Svíþjóð á nýjan leik. Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sjá meira
Hinn 33 ára gamli Ari Freyr hefur undanfarin fjögur ár leikið í Belgíu með Lokeren og Oostende. Eftir mikla veru á varamannabekk Oostende er Ari Freyr farinn að hugsa sér til hreyfings á nýju ári. Hann lék lengi vel í Svíþjóð og gæti hugsað sér að fara þangað á nýjan leik. Ari Freyr ræddi við sænska blaðið Expressen nýverið þar sem hann fór yfir þetta sem og að hann vilji fá Lars Lagerbäck í hlutverk landsliðsþjálfara Íslands. „Ég spilaði níutíu mínútur i síðasta leik en hef verið mikið á bekknum. Er orðinn 33 ára gamall og kannski er orðið tímabært að leita eitthvað annað, við sjáum hvað gerist á næsta ári,“ sagði Ari en samningur hans við Oostende rennur út sumarið 2021. „Ég er opinn fyrir nær öllu og við fjölskyldan erum að skoða það að færa okkur aftur til Skandinavíu. Danmörk, Noregur eða Svíþjóð myndu öll henta vel, við sjáum svo bara hvernig það fer,“ bætti hann við. INTERVJU: Ari Skulason öppnar för allsvenskan - och tar Erik Hamrén i försvar.https://t.co/iYBMkuxhJt— SportExpressen (@SportExpressen) December 11, 2020 Ari telur Erik Hamrén, fyrrum landsliðsþjálfara, hafa fengið óvæga gagnrýni. „Erik er góður þjálfari og mjög vinalegur maður. Hann fékk of mikla gagnrýni sem var óverðskulduð. Áður en hann kom þá var lítið um meiðsli og allt gekk upp. Eftir að hann kom þá vorum við óheppnir með meiðsli leikmanna eins og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hamrén gat því ekki notað þá leikmenn sem hann vildi.“ „Ég væri til í að sjá Lars taka við íslenska landsliðinu á nýjan leik. Hann byrjaði þetta ævintýri sem hefur verið í gengi undanfarin ár. Það var klárlega hans vinna sem skilaði því. Hann er mjög rólegur að eðlisfari og með skýrar hugmyndir varðandi leikskipulag. Það er kannski ekki áferðafallegasti fótbolti í heimi en hann skilar úrslitum,“ sagði Ari Freyr að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39 Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sjá meira
Miklar tilfinningar hjá íslensku strákunum í leikslok: Ari sat lengi Ari Freyr Skúlason var einn af landsliðsmönnum Íslands sem gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik í kvöld og hann sat lengi á grasinu eftir leik. 18. nóvember 2020 22:39
Ari mögulega hættur en vill fá ungu strákana í landsliðið hægt og rólega Ari Freyr Skúlason segir það ekki ljóst hvort leikurinn við England á Wembley hafi verið hans síðasti landsleikur á ferlinum. 20. nóvember 2020 15:30