Enski boltinn

Jón Daði kom snemma inná í vonlausri stöðu - Allt í lás hjá Blackpool

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Búinn að skella í lás hjá Blackpool
Búinn að skella í lás hjá Blackpool vísir/Getty

Tveir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í neðri deildum enska fótboltans í dag og gekk liðum þeirra misvel. 

Jón Daði Böðvarsson hóf leik á varamannabekk Millwall þegar liðið sótti Middlesbrough heim í ensku B-deildinni í dag. Jóni var skipt inná á 24.mínútu en þá þegar var staðan orðin 3-0, heimamönnum í vil þar sem þeir skoruðu þrjú mörk á fyrstu 20 mínútunum.

Ekki urðu mörkin fleiri í leiknum og öruggur sigur Middlesbrough staðreynd.

Í ensku C-deildinni lék Daníel Leó Grétarsson í hjarta varnarinnar hjá Blackpool þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Exeter City. Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Daníel og félagar halda hreinu en Blackpool er í 13.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×