Vigdís lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands 2009 og starfaði hún sem lögfræðingur á árunum 2008 til 2010 hjá iðnaðarráðuneytinu.
Síðan þá hefur Vigdís starfað hjá Persónuvernd en árið 2016 varð hún verkefnastjóri EES-mála hjá stofnuninni, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá 2018 og frá árinu 2019 hefur hún gengt stöðu sviðsstjóra erlends samstarfs og fræðslu.
Vigdís sækir fundi fyrir hönd Persónuverndar hjá Evrópska persónuverndarráðinu, EDPB, og er hún aðalfulltrúi stofnunarinnar í Netöryggisráði. Þá hefur hún tekið þátt í margvíslegu innlendu og erlendu samstarfi á sviði persónuverndar.