Samkynja pörum í Ungverjalandi bannað að ættleiða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 23:20 Samkynja pör munu eftir daginn í dag ekki geta ættleitt börn í Ungverjalandi. Getty/Michele Amoruso/Varuth Pongsapipatt Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna. Samkynja hjónabönd eru bönnuð í Ungverjalandi en samkynja pör hafa hingað til getað ættleitt börn, ef aðeins annað foreldrið hefur sótt um ættleiðingu. Orban hefur komið róttækum breytingum á stjórnarskrá Ungverjalands í gegn frá því að hann tók við embætti árið 2010. Til dæmis var stjórnarskrárbreyting samþykkt á þinginu í dag sem felur í sér skilgreiningu á fjölskyldunni. Fjölskyldan byggist á hjónabandi og sambandi foreldris og barns. Móðirin er kona og faðirinn karlmaður samkvæmt breytingunni. Nú munu samkynja pör því ekki geta ættleitt börn, jafnvel þó svo að annað þeirra sæki um sem „einhleypur einstaklingur.“ „Meginreglan er sú að aðeins hjón geta ættleitt barn, það er, karl og kona sem eru gift,“ sagði Judit Varga, dómsmálaráðherra í dag. Einhleypir munu því þurfa að fá sérstaka undanþágu, sem veitt er af yfirvöldum, til þess að geta ættleitt börn. Þá segir einnig í stjórnarskránni að foreldrar þurfi að ala börn sín upp með „íhaldssöm sjónarmið að leiðarljósi.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ungversk yfirvöld vega að réttindum hinsegin fólks en í maí síðastliðnum samþykkti þingið lög sem banna trans fólki að breyta kyni sínu á opinberum skjölum. Kynið á skjölunum þurfi að samsvara kyninu sem því var úthlutað við fæðingu. Hinsegin Málefni transfólks Ungverjaland Tengdar fréttir Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Samkynja hjónabönd eru bönnuð í Ungverjalandi en samkynja pör hafa hingað til getað ættleitt börn, ef aðeins annað foreldrið hefur sótt um ættleiðingu. Orban hefur komið róttækum breytingum á stjórnarskrá Ungverjalands í gegn frá því að hann tók við embætti árið 2010. Til dæmis var stjórnarskrárbreyting samþykkt á þinginu í dag sem felur í sér skilgreiningu á fjölskyldunni. Fjölskyldan byggist á hjónabandi og sambandi foreldris og barns. Móðirin er kona og faðirinn karlmaður samkvæmt breytingunni. Nú munu samkynja pör því ekki geta ættleitt börn, jafnvel þó svo að annað þeirra sæki um sem „einhleypur einstaklingur.“ „Meginreglan er sú að aðeins hjón geta ættleitt barn, það er, karl og kona sem eru gift,“ sagði Judit Varga, dómsmálaráðherra í dag. Einhleypir munu því þurfa að fá sérstaka undanþágu, sem veitt er af yfirvöldum, til þess að geta ættleitt börn. Þá segir einnig í stjórnarskránni að foreldrar þurfi að ala börn sín upp með „íhaldssöm sjónarmið að leiðarljósi.“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Ungversk yfirvöld vega að réttindum hinsegin fólks en í maí síðastliðnum samþykkti þingið lög sem banna trans fólki að breyta kyni sínu á opinberum skjölum. Kynið á skjölunum þurfi að samsvara kyninu sem því var úthlutað við fæðingu.
Hinsegin Málefni transfólks Ungverjaland Tengdar fréttir Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18 Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42 Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sjá meira
Þingmaður gripinn í orgíu sem haldin var á svig við sóttvarnalög József Szájer, Evrópuþingmaður fyrir ungverska stjórnarflokkinn Fidesz, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að hann sótti samkomu í belgísku höfuðborginni Brussel á föstudag. 1. desember 2020 18:18
Orban braut lög þegar hann úthýsti háskóla Soros Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Viktors Orban í Ungverjalandi hefði brotið evrópsk lög þegar hún breytti reglum um æðri menntun í landinu sem leiddi til þess að alþjóðlegur háskóli sem milljarðamæringurinn George Soros stofnaði neyddist til þess að flytja nær alla starfsemi sína úr landi. 6. október 2020 14:42
Ungverjar hætta að viðurkenna tilvist transfólks með nýjum lögum Lög sem banna breytingu á kyni voru samþykkt með miklum meirihluta á ungverska þinginu í gær. 20. maí 2020 07:52