Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2020 11:00 Hápunktur Bogdan Kowalczyk sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta var þegar liðið vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989 en hér má sjá úrklippu úr DV daginn eftir úrslitaleikinn. Skjámynd/Timarit.is/DV Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. Guðjón er landsþekktur íþróttafréttamaður og einn sá reyndasti af þeim sem starf enn í dag en áður en hann fór að vinna í sjónvarpi þá var hann þjálfari og aðstoðarmaður hjá Víkingi og íslenska handboltalandsliðinu. Gaupi var að sjálfsögðu spurður spjörunum úr þegar hann mætti í Sportið í dag á dögunum. Kjartan Atli spurði Guðjón Guðmundsson út í það hvort að það hafi verið straumhvörf í íslenskum handbolta þegar Pólverjinn Bogdan Kowalczyk kom til Íslands. „Hann gjörbreytir handboltanum á Íslandi en reyndar í samvinnu við Boris Bjarna Abkachev sem þjálfaði hjá Val,“ sagði Guðjón og hélt áfram. Boris Bjarni var fyrsti ráðinn til Víkings „Það er svo undarlegt að segja frá því Boris Bjarni Abkachev var fyrst ráðinn til Víkings vegna þess að Bogdan var að hætta. Bogdan fékk ekki leyfi til þess að koma til Íslands aftur því þú þurftir að fara í gegnum pólska utanríkisráðuneytið. Á þessum tíma var Járntjaldið upp á sitt besta og það var erfitt að komast á milli landa á þessum tíma,“ sagði Guðjón. „Matthías Á. Mathiesen heitinn, þáverandi utanríkisráðherra, fór í málið fyrir Víking sem varð til þess að Bogdan kom aftur og gat starfað hér áfram. Þá voru við með Boris Bjarna á kantinum og hann var atvinnulaus á Íslandi. Það var búið að gera við hann samning og hann var sendur til Vals þar sem hann gerði stórkostlega hluti,“ sagði Guðjón. Tveir menn sem gjörbreyttu handboltanum á Íslandi „Þessir tveir menn ullu straumhvörfum í íslenskum handbolta og gjörbreyttu leiknum. Ef Bogdan hefði ekki komið til Íslands þá værum við væntanlega ekki á þeim stað sem við erum í dag og sama er um Boris. Þetta voru og eru algjörir snillingar,“ sagði Guðjón. „Hvað varð það sem Bogdan gerði öðruvísi en aðrir þjálfarar,“ spurði þá Kjartan Atli. „Skipulag og taktík. Hann spilaði bara leikkerfi og hver einasta sókn var útfærð. Hann æfði gríðarlega mikið og gerði miklar kröfur. Við æfðum eins og atvinnumenn,“ sagði Guðjón sem var aðstoðarmaður Bogdan eins og flestir vita. Guðjón rifjaði upp landsleik við Dani þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari íslenska landsliðsins en þetta var áður en Bogdan Kowalczyk tók við landsliðinu. Setti Víkingana inn á í seinni og þeir unnu Dani „Ég held að þetta hafi verið 1980 eða 1981 en þá voru bara Víkingar og Valsmenn í landsliðinu. Við höfum aldrei unnið Dani áður á útivelli í handbolta. Jóhann Ingi var og er mjög klókur maður. Valsmennirnir spiluðu fyrri hálfleikinn og við vorum undir. Hann ákveður að setja Víkingana inn á í seinni hálfleik. Það var lítið búið að æfa og hvað gerðu Víkingarnir? Þeir spiluðu bara Víkingstaktíkina í landsleiknum á móti Dönum og við unnum okkar fyrsta sigur á Dönum á útivelli,“ sagði Guðjón. „Þarna kviknaði ljós hjá mönnum að það var kannski eitthvað á bak við það sem karlinn var að gera. En auðvitað var hann mjög sérstakur og hann var mjög kröfuharður maður. Það sem hann gerði fyrir landsliðið á sínum tíma var í raun og veru kraftaverk,“ sagði Guðjón. „Hann byrjaði á æfa á hverjum degi klukkan ellefu á kvöldin í Laugardalshöll til eitt. Hann sagði að það verður að æfa og harmónera þetta saman. Þetta var talið galið. Eru menn að fara að æfa á fimmtudagskvöldum klukkan ellefu í Laugardalshöll? Það var gert og þarna er eiginlega upphafið,“ sagði Guðjón. Eftirminnileg æfing í Strandgötu Guðjón sagði líka frá fyrstu kynnum FH-inganna Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttar Matthiesen af æfingum Bogdan Kowalczyk en þessir tveir leikmenn áttu eftir að vera lykilmenn landsliðsins öll árin hjá Bodgan. „Ég man eftir því árið 1984 þegar það koma ungir menn í landsliðið. Við vorum að æfa í Strandgötunni í Hafnarfirði. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru þá í landsliðinu og einhverjir fleiri úr FH. Þeir voru með gríðarlega efnilegt lið á þessum tíma,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við byrjum að hita upp. Upphitunin er síðan búin að standa yfir í svona tuttugu mínútur og Óttar kemur hlaupandi á bekkinn og nær varla andanum. Hann segir við Steinar (Birgisson): Þetta er eitthvað klikkaður maður, það er leikur á morgun og hann er bara með þrekæfingu. Þá sagði Steinar og horfði á Óttar: Nei, nei, þetta er nú bara upphitunin,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má hlusta á allan þáttinn með Guðjóni Guðmundssyni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Guðjón er landsþekktur íþróttafréttamaður og einn sá reyndasti af þeim sem starf enn í dag en áður en hann fór að vinna í sjónvarpi þá var hann þjálfari og aðstoðarmaður hjá Víkingi og íslenska handboltalandsliðinu. Gaupi var að sjálfsögðu spurður spjörunum úr þegar hann mætti í Sportið í dag á dögunum. Kjartan Atli spurði Guðjón Guðmundsson út í það hvort að það hafi verið straumhvörf í íslenskum handbolta þegar Pólverjinn Bogdan Kowalczyk kom til Íslands. „Hann gjörbreytir handboltanum á Íslandi en reyndar í samvinnu við Boris Bjarna Abkachev sem þjálfaði hjá Val,“ sagði Guðjón og hélt áfram. Boris Bjarni var fyrsti ráðinn til Víkings „Það er svo undarlegt að segja frá því Boris Bjarni Abkachev var fyrst ráðinn til Víkings vegna þess að Bogdan var að hætta. Bogdan fékk ekki leyfi til þess að koma til Íslands aftur því þú þurftir að fara í gegnum pólska utanríkisráðuneytið. Á þessum tíma var Járntjaldið upp á sitt besta og það var erfitt að komast á milli landa á þessum tíma,“ sagði Guðjón. „Matthías Á. Mathiesen heitinn, þáverandi utanríkisráðherra, fór í málið fyrir Víking sem varð til þess að Bogdan kom aftur og gat starfað hér áfram. Þá voru við með Boris Bjarna á kantinum og hann var atvinnulaus á Íslandi. Það var búið að gera við hann samning og hann var sendur til Vals þar sem hann gerði stórkostlega hluti,“ sagði Guðjón. Tveir menn sem gjörbreyttu handboltanum á Íslandi „Þessir tveir menn ullu straumhvörfum í íslenskum handbolta og gjörbreyttu leiknum. Ef Bogdan hefði ekki komið til Íslands þá værum við væntanlega ekki á þeim stað sem við erum í dag og sama er um Boris. Þetta voru og eru algjörir snillingar,“ sagði Guðjón. „Hvað varð það sem Bogdan gerði öðruvísi en aðrir þjálfarar,“ spurði þá Kjartan Atli. „Skipulag og taktík. Hann spilaði bara leikkerfi og hver einasta sókn var útfærð. Hann æfði gríðarlega mikið og gerði miklar kröfur. Við æfðum eins og atvinnumenn,“ sagði Guðjón sem var aðstoðarmaður Bogdan eins og flestir vita. Guðjón rifjaði upp landsleik við Dani þegar Jóhann Ingi Gunnarsson var þjálfari íslenska landsliðsins en þetta var áður en Bogdan Kowalczyk tók við landsliðinu. Setti Víkingana inn á í seinni og þeir unnu Dani „Ég held að þetta hafi verið 1980 eða 1981 en þá voru bara Víkingar og Valsmenn í landsliðinu. Við höfum aldrei unnið Dani áður á útivelli í handbolta. Jóhann Ingi var og er mjög klókur maður. Valsmennirnir spiluðu fyrri hálfleikinn og við vorum undir. Hann ákveður að setja Víkingana inn á í seinni hálfleik. Það var lítið búið að æfa og hvað gerðu Víkingarnir? Þeir spiluðu bara Víkingstaktíkina í landsleiknum á móti Dönum og við unnum okkar fyrsta sigur á Dönum á útivelli,“ sagði Guðjón. „Þarna kviknaði ljós hjá mönnum að það var kannski eitthvað á bak við það sem karlinn var að gera. En auðvitað var hann mjög sérstakur og hann var mjög kröfuharður maður. Það sem hann gerði fyrir landsliðið á sínum tíma var í raun og veru kraftaverk,“ sagði Guðjón. „Hann byrjaði á æfa á hverjum degi klukkan ellefu á kvöldin í Laugardalshöll til eitt. Hann sagði að það verður að æfa og harmónera þetta saman. Þetta var talið galið. Eru menn að fara að æfa á fimmtudagskvöldum klukkan ellefu í Laugardalshöll? Það var gert og þarna er eiginlega upphafið,“ sagði Guðjón. Eftirminnileg æfing í Strandgötu Guðjón sagði líka frá fyrstu kynnum FH-inganna Kristjáns Arasonar og Þorgils Óttar Matthiesen af æfingum Bogdan Kowalczyk en þessir tveir leikmenn áttu eftir að vera lykilmenn landsliðsins öll árin hjá Bodgan. „Ég man eftir því árið 1984 þegar það koma ungir menn í landsliðið. Við vorum að æfa í Strandgötunni í Hafnarfirði. Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason voru þá í landsliðinu og einhverjir fleiri úr FH. Þeir voru með gríðarlega efnilegt lið á þessum tíma,“ sagði Guðjón og hélt áfram: „Við byrjum að hita upp. Upphitunin er síðan búin að standa yfir í svona tuttugu mínútur og Óttar kemur hlaupandi á bekkinn og nær varla andanum. Hann segir við Steinar (Birgisson): Þetta er eitthvað klikkaður maður, það er leikur á morgun og hann er bara með þrekæfingu. Þá sagði Steinar og horfði á Óttar: Nei, nei, þetta er nú bara upphitunin,“ sagði Guðjón. Ofar í fréttinni má hlusta á allan þáttinn með Guðjóni Guðmundssyni. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira