Danska liðið var sterkari í fyrri hálfleik. Leikurinn fór þó hægt af stað en staðan var 3-3 eftir átta mínútur. Þá stigu þær dönsku á bensíngjöfina og náðu mest fjögurra marka forystu.
Þær norsku voru þó ekki af baki dottnar en eftir leikhlé Þóris Hergeirssonar styrku þær norsku aðeins varnarleikinn og var munurinn þrjú mörk í hálfleik, 13-10.
WATCH: 103 km/h from @KristiansenV @NORhandball
— EHF EURO (@EHFEURO) December 18, 2020
#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/OQaBcAbEPK
Þegar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik var norska liðið búið að jafna metin, 14-14. Liðin skiptust svo nánast á því að skora næstu fimmtán mínúturnar.
Á lokasprettinum voru það hins vegar þær norsku sem voru sterkari. Þær komust tveimur mörkum yfir, er átta mínútur voru eftir, í fyrsta skipti í leiknum og þá forystu létu þær ekki af hendi. Lokatölur 27-24.
Nora Mörk var einu sinni sem oftar markahæst í norska liðinu. Hún gerði sex mörk en þær Stine Oftedal og Kari Dale gerðu fjögur hver. Mia Rej Bidstrup var í sérflokki í danska liðinu og skoraði sex mörk.
Noregur mætir því Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Frakkarnir eiga titil að verja. Danir mætir Króatíu í leiknum um þriðja sætið.