Chelsea gekk frá West Ham undir lokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2020 21:55 Tammy Abraham skoraði tvívegis í kvöld. EPA-EFE/Clive Rose Chelsea vann 3-0 sigur á grönnum sínum í West Ham United í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var frekar tíðindalítill framan af en það tók heimamenn þó aðeins tíu mínútur að komast yfir. Þar var að verki Thiago Silva með þrumuskalla eftir hornspyrnu Mason Mount og staðan því orðin 1-0. Timo Werner fékk gott færi til að tvöfalda forystu heimamanna um miðbik fyrri hálfleiks en honum brást bogalistin. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og Chelsea marki yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var engin flugeldasýning á tveggja mínútna kafla undir lok leiks skoraði Tammy Abraham tvívegis og staðan allt í einu orðin 3-0. Fyrra markið kom á 78. mínútu þegar Abraham stýrði slöku skoti Werner í netið. Aðeins 101 sekúndu síðar var hann aftur á ferðinni með skoti af stuttu færi og staðan orðin 3-0. 2 - Tammy Abraham has scored his first brace for Chelsea across all competitions since September 2019 (hat-trick v Wolves), with just 101 seconds separating Abraham's two finishes. Sealed. pic.twitter.com/4AGC4XXbV2— OptaJoe (@OptaJoe) December 21, 2020 Reyndust það lokatölur leiksins en Werner skaut í slá úr þröngu færi undir lok leiks. Chelsea er þar með komið upp í 5. sæti deildarinnar, upp fyrir nágranna sína í Tottenham Hotspur, með 25 stig. West Ham er á sama tíma í 10. sæti með 21 stig. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea vann 3-0 sigur á grönnum sínum í West Ham United í síðari leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var frekar tíðindalítill framan af en það tók heimamenn þó aðeins tíu mínútur að komast yfir. Þar var að verki Thiago Silva með þrumuskalla eftir hornspyrnu Mason Mount og staðan því orðin 1-0. Timo Werner fékk gott færi til að tvöfalda forystu heimamanna um miðbik fyrri hálfleiks en honum brást bogalistin. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik og Chelsea marki yfir í hálfleik. Síðari hálfleikur var engin flugeldasýning á tveggja mínútna kafla undir lok leiks skoraði Tammy Abraham tvívegis og staðan allt í einu orðin 3-0. Fyrra markið kom á 78. mínútu þegar Abraham stýrði slöku skoti Werner í netið. Aðeins 101 sekúndu síðar var hann aftur á ferðinni með skoti af stuttu færi og staðan orðin 3-0. 2 - Tammy Abraham has scored his first brace for Chelsea across all competitions since September 2019 (hat-trick v Wolves), with just 101 seconds separating Abraham's two finishes. Sealed. pic.twitter.com/4AGC4XXbV2— OptaJoe (@OptaJoe) December 21, 2020 Reyndust það lokatölur leiksins en Werner skaut í slá úr þröngu færi undir lok leiks. Chelsea er þar með komið upp í 5. sæti deildarinnar, upp fyrir nágranna sína í Tottenham Hotspur, með 25 stig. West Ham er á sama tíma í 10. sæti með 21 stig.