Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 12:34 Katrín Jakobsdóttir í fylgd lögreglumanna við bryggjuna á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu. Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu.
Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira