Enski boltinn

Minntist þess þegar hann spilaði gegn Rúnari Alex í Frosta­skjólinu og notaði myllu­merkið #Á­framÍ­BV

Anton Ingi Leifsson skrifar
David James og Rúnar Alex Rúnarsson mættust á Íslandi fyrir sjö árum síðan.
David James og Rúnar Alex Rúnarsson mættust á Íslandi fyrir sjö árum síðan. Getty/Nick Potts

Rúnar Alex Rúnarsson var í byrjunarliði Arsenal er liðið tapaði 4-1 fyrir Manchester City í enska deildarbikarnum í gær. Það rifjaði upp gamlar minningar hjá David James.

Rúnar Alex fékk tækifærið í deildarbikarleiknum á Emirates en hann gerði sig seka um skelfileg mistök í öðru marki City. Hann fékk að endingu á sig fjögur mörk en fékk stuðning Rob Green og Mikel Arteta, stjóra Arsenal í leikslok.

David James, fyrrum markvörður enska landsliðsins og liða á borð við Portsmouth og Manchester City, fylgdist með leiknum í gær. Er hann sá Rúnar Alex minntist hann þess að þeir mættust á Íslandi er James lék með ÍBV.

„Áhugavert, ég spilaði gegn markverði Arsenal, Rúnari Alex Rúnarssyni, á Íslandi árið 2013, þá ungur og efnilegur,“ skrifaði James og lét myllumerkið #ÁframÍBV fylgja.

James lék með ÍBV sumarið 2013 en þá var hann aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar, fyrrum samherja hans hjá Portsmouth, auk þess að standa í markinu.

James og Rúnar mættust þann 11. ágúst árið 2013. Hannes Þór Halldórsson byrjaði í marki KR í leik liðanna í Vesturbænum en fékk rautt spjald á 52. mínútu.

Rúnar Kristinsson var þá þjálfari KR og er það enn þann dag í dag setti soninn, Rúnar Alex, eðlilega inn á og lék hann síðustu 35 mínúturnar.

Hann náði þó ekki að verja vítaspyrnu Gunnars Más Guðmundssonar en leiknum lauk með 3-1 sigri KR sem varð Íslandsmeistari þetta ár.

Rúnar hefur síðan þá leikið með Nordsjælland, Dijon og nú Arsenal.


Tengdar fréttir

Rob Green fann til með Rúnari Alex

Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×