Enski boltinn

Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mahrez tekur aðra aukaspyrnu í leiknum en aukaspyrnan sem hann skoraði úr var vinstra megin frá.
Mahrez tekur aðra aukaspyrnu í leiknum en aukaspyrnan sem hann skoraði úr var vinstra megin frá. David Price/Getty

Riyad Mahrez, leikmaður Manchester City, var undrandi á staðsetningu Rúnars Alex Rúnarssonar, markmanns Arsenal, er Mahrez skoraði annað mark City í gær.

Man. City, ríkjandi deildarbikarmeistarar, eru komnir áfram í undanúrslitin eftir 4-1 sigur á Arsenal á Emirates í gær.

Mahrez skoraði annað mark City á 55. mínútu eftir að Gabriel Jesus og Alexandre Lacazette höfðu skorað sitt hvort markið.

Mark Alsíringsins kom úr aukaspyrnu en íslenski landsliðsmarkvörðurinn leit ekki vel út í markinu. Staðsetning Rúnars kom Mahrez á óvart.

„Ég var undrandi yfir staðsetningunni hans. Hann var svo nálægt stönginni og sem betur fer greip hann ekki boltann almennilega, sem var gott fyrir okkur,“ sagði Mahrez í samtali við Sky Sports.

„Þetta var fín frammistaða. Við byrjuðum vel en svo jöfnuðu þeir. Við vorum heppnir með aukaspyrnumarkið og eftir það skoruðum við þriðja markið. Þá varð þetta auðveldara fyrir okkur.“

Man. City mætir Newcastle á heimavelli í úrvalsdeildinni á laugardaginn á meðan Arsenal spilar við Chelsea, einnig á heimavelli.


Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Tengdar fréttir

Rob Green fann til með Rúnari Alex

Robert Green, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands sem og Norwich City, West Ham United og Leeds United, fann til með Rúnari Alex Rúnarssyni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×