Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Dominos Körfuboltakvölds og körfuboltaunnandi með meiru tilkynnti þetta í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Sjá má viðtalið í spilaranum hér að neðan.
„Þetta er mjög spennandi. Það má segja að NBA sé komið aftur heim því Stöð 2 var ein af fyrstu stöðunum í heiminum utan Bandaríkjanna til að sýna beint frá NBA-deildinni. Held hún hafi verið þriðja utan Bandaríkjanna,“ sagði Kjartan Atli um endurkomu NBA-deildarinnar hingað til lands.
NBA DEILDIN ER KOMIN HEIM!
— Stöð 2 Sport (@St2Sport) December 23, 2020
4 LEIKIR Í BEINNI Á JÓLADAG!
Leikir alla laugardaga og sunnudaga á besta útsendingartíma í vetur.
Hægt verður að bæta við NBA League Pass við Stöð 2 Sport á nýju ári.#NBA
Tryggðu þér áskrift í daghttps://t.co/t5GkvKwHNb pic.twitter.com/ownXP5w6gu
„Fyrstu leikirnir verða sýndir á jóladag. Það verða ansi margir leikir og nóg um að vera. Við byrjum á fyrsta leik klukkan fimm á íslenskum tíma og svo heldur veislan áfram. Svo höldum við áfram á laugardag og sunnudag þannig þetta verða körfuboltajól.“
„Við fylgjumst með í allan vetur og það verða tveir leikir í viku. Maður upplifir það eins og deildin sé farin að horfa meira til Evrópu og umheimsins. Það eru fleiri leikir á betri tíma fyrir Evrópulöndin þannig að leikirnir eru á betri tíma en þeir voru hérna áður fyrr. Maður þarf samt að vera pínu nátthrafn ef maður ætlar að vera alvöru NBA-aðdáandi,“ sagði Kjartan Atli að lokum.