Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. desember 2020 14:02 Aurskriðurnar sem féllu í vikunni fyrir jól ollu gríðarlegu tjóni á Seyðisfirði. Vísir/Egill Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira