Það er ekki alltaf sem atburðir fyrir leiki eru fréttnæmir en ein af undantekningunum var fyrir leik Green Bay Packers og Tennessee Titans í sextándu viku ameríska fótboltans.
Benjamin Jones lét nefnilega ekki slæmt veður stoppa sig í því að heiðra bróður sinn fyrir leik með liði Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt.
Walking in a Winter Wonderland #TENvsGB pic.twitter.com/8i1eqSPqHI
— Tennessee Titans (@Titans) December 27, 2020
Ben Jones, eins og hann er oftast kallaður, heiðrar alltaf bróður sinn með því að ganga berfættur út á völlinn fyrir hvern leik.
Veðuraðstæður fyrir leik Tennessee Titans á móti Green Bay Packers voru þó allt annað en heppilegar fyrir Jones sem var samt ákveðinni í því að halda í hefðina.
Það snjóaði mikið fyrir leikinn og völlurinn var á kaf í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir það að Jones fór berfættur út ú kuldann og gekk um völlinn.
Ben Jones er annars engin smásmíði en hann spilar mikilvæga stöðu í miðri sóknarlínunni og það er einmitt hann sem kastar boltanum aftur til leikstjórnandans.
Jones er 191 sentimetrar á hæð og 140 kíló. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum ganga um í snjónum rétt fyrir leikinn í nótt.
Each week, @Titans Ben Jones walks out onto the field barefoot and says a prayer to honor his brother.
— Sunday Night Football (@SNFonNBC) December 27, 2020
A little snow at Lambeau Field will not stop him. pic.twitter.com/V1FFesBXqt