Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2020 08:52 Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, sýnd með einni brú. Núna er ákveðið að þarna verði tvær brýr. Grafík/Vegagerðin. Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar milli Bjarkarlundar og Skálaness, með veglínu sem liggur um hinn umdeilda Teigsskóg. Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti umsókn Vegagerðarinnar um leyfið þann 25. febrúar síðastliðinn en setti jafnframt 28 skilyrði, að fenginni umsögnum meðal annars frá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. „Með breytingum sem hafa orðið á leið um Teigsskóg og skilmálum sem Reykhólahreppur setur framkvæmdinni telur sveitarstjórn að dregið hafi verið sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Ávinningur af framkvæmdinni er hins vegar slíkur að hann réttlæti það rask sem verði á umhverfinu. Ávinningur snýr að hagsmunum íbúa sveitarfélagsins og Vestfjarða, með því að bæta verulega samgöngur og auka umferðaröryggi,“ segir í greinargerð með rökstuðningi sveitarfélagsins fyrir veitingu leyfisins.Frá eyðibýlinu Gröf við Þorskafjörð. Ný veglína er núna áformuð við fjallsrætur ofan við sumarhúsið en á fyrri stigum var gert ráð fyrir að vegurinn kæmi fyrir neðan húsið.Mynd/Egill AðalsteinssonSkilyrðin, sem Reykhólahreppur setti, fela meðal annars í sér að tvær brýr verði í þverun Djúpafjarðar og að hæð þeirra sé slík að hún skerði ekki möguleika til þangskurðar í Djúpafirði; endurheimta skuli birkiskóg, með birki, í stað þess sem eyðileggst; nota skuli staðargróður eða grenndargróður við uppgræðslu á framkvæmdasvæði; tryggja skuli við efnistöku að lúpína berist ekki inn á vegsvæðið; áningarstaðir eða útskot á veginum verði staðsett fjarri varpstöðum arna; og efnistöku verður hagað þannig að ekki myndist stöðuvötn eða tjarnir í námubotnum. Í auglýsingunni er vakin athygli á því að ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar. Leyfið og fylgigögn má nálgast á heimasíðu Reykhólahrepps. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í janúar í fyrra þegar meirihluti hreppsnefndar samþykkti að velja Teigsskógarleið:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00 Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag. 22. janúar 2019 20:00
Framkvæmdaleyfi samþykkt fyrir vegagerð um Teigsskóg Þáttaskil urðu síðdegis í sautján ára gömlum deilum um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. 25. febrúar 2020 19:29