Vænlegra til árangurs að fara með unglinginn í bíltúr en að setjast á móti honum og spyrja hvað sé að Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2020 16:18 Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna- og unglingageðlæknir, sést hér fremst á myndinni á upplýsingafundinum í dag ásamt Ölmu Möller, landlækni, Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra. mynd/lögreglan Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barnalæknir og barna-og unglingageðlæknir, segir mikilvægt að tala við börn og unglinga um aðra hluti en kórónuveiruna. Þá þurfi foreldrar að geta lesið í það hvernig börn og unglingar sýni að þeim líði illa en það sé mismunandi hvernig sú vanlíðan geti komið fram. Þannig dragi eldri krakkar, unglingar og ungmenni sig gjarnan í hlé og eigi í minni samskiptum við sína nánustu. Þau vilji sjá um þeta sjálf og vilji ekki valda foreldrum sínum áhyggjum. Yngri börn geta hins vegar verið pirruð, átt í erfiðleikum með svefn og haft minni matarlyst. Þetta kom fram í máli Steingerðar á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í dag. Mikilvægt að hvetja unglingana til þess að hitta vini sína Á meðal þess sem Steingerður benti á að væri mikilvægt væri að hvetja börn og ekki hvað síst unglingana til þess að hitta vini sína. Félagsleg virkni væri unglingum mikilvæg og þar af leiðandi skipti máli að umgangast og eiga í samskiptum við jafnaldra sína, þó auðvitað allt innan þeirra marka sem sett eru í samkomubanninu sem nú er í gildi. Steingerður var síðan með góð ráð til foreldra um hvernig hægt sé að ná til unglingsins eða unglinganna á heimilinu. Þar er bíltúr líklegri til árangurs heldur en að sitja á móti unglingnum og spyrja hvað sé að eins og Steingerður lýsti nánar: „Varðandi unglingana þá þurfum við sérstaklega að eiga frumkvæði að því að vera með þeim. Ég segi oft við foreldra ef þú vilt fá unglinginn þinn til að tala við þig þá skaltu fara með hann í bíltúr. Og þá byrja þau að tala við þig mörg hver ef þau sitja við hliðina á þér. Ef þú situr á móti þeim og spyrð hvað er að þá geturðu verið nokkurn veginn viss um að þau fara ekki að tjá sig um það. En ef þau sitja í bíltúr og þú byrjar ekki á því að tala þá oft á tíðum koma upplýsingarnar og áhyggjurnar fram. Muna bara að staðfesta, taka undir og síðan að finna jákvæðar leiðir og hughreysta.“ Hér fyrir neðan má sjá innlegg Steingerðar á upplýsingafundinum í heild sinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira